Fréttir og tilkynningar

Nýr skólastjórnarfulltrúi NFMH

28.11.2024
Nemendur í MH kjósa skólastjórnarfulltrúa einu sinni á ári. Nýr skólastjórnarfulltrúi heitir Guðrún Lilja Ólafsdóttir og er nemandi á öðru ári í MH. Skólastjórnarfulltrúi er fulltrúi nemenda á skólastjórnarfundum og kemur hann hugmyndum nemenda á framfæri. Um leið og við bjóðum Guðrúnu Lilju velkomna til starfa þá þökkum við Eyju fyrir hennar störf.

Skuggakosningar

21.11.2024
Í dag ganga nemendur MH til skuggakosninga. Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Skuggakosningar fara fram í fimmta sinn hér á landi þann 21. nóvember. Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 30. nóvember. Nemendur í stjórnmálafræði sjá um framkvæmdina í MH og er hægt að kjósa til kl. 16:00. 

Heimsókn í Hæstarétt

12.11.2024
Nemendur í stjórnmálafræði fóru í áhugaverða heimsókn í Hæstarétt í dag. Nemendur fjölmenntu og sýndu mikinn áhuga og spurðu góðra spurninga. Lesa má meira um heimsóknina á heimasíðu Hæstaréttar

Afrek í sundi

11.11.2024
Snævar Örn Kristmannsson nemandi í MH og nemandi í Menntaskólanum í tónlist vann til 10 verðlauna á Íslandsmeistaramótinu í sundi um helgina. Hann fékk tvö silfur og tvö brons í unglingaflokki og eitt silfur og eitt brons í opnum flokki karla. Auk þess varð hann fjórfaldur Íslandsmeistari fatlaðra á sama móti. Til hamingju með glæsilegan árangur.

Afrek MH-inga í karate

06.11.2024
MH-ingar sópuðu til sín verðlaunum á Karatemóti smáþjóða í Monaco um síðusu helgi. Alls komu átta verðlaun í hlut MH-inganna Emblu Rebekku Halldórsdóttur, Eydísar Magneu Friðriksdóttur og Óskars Inga Agnesar Gunnarssonar. Til hamingju með árangurinn.

Gervigreind og Delta Kappa Gamma

30.10.2024
Við fengum skemmtilega heimsókn í gær frá félagi kvenna í fræðslustörfum á Íslandi, Alfadeild í Delta Kappa Gamma. Þær voru mættar til að hlýða á Geir Finnsson enskukennara fjalla um gervigreind í skólastarfi. Erindið var byggt á reynslu hans á notkun gervigreindar sem enskukennari í tveimur framhaldsskólum. Hann útskýrði gervigreind, hvers vegna hún er farin að láta svo mikið á sér bera og hvernig hægt sé að nota hana til góðs, bæði fyrir kennara og nemendur. Einnig ræddi hann þær áskoranir sem blasa við skólasamfélaginu og í lokin voru mjög góðar umræður, þar sem reynsuboltar í skólastarfi til áratuga sögðu sínar skoðanir. Skemmtileg blanda af nýja og gamla tímanum.

Haustfrí

24.10.2024
Það er haustfrí í MH og skrifstofa skólans er lokuð frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudeginum 28. október. Við vonum að öll njóti þess að vera í fríi og komi úthvíld til baka til að klára síðustu vikur annarinnar. Próf hefjast 2. desember og ef nemendur þurfa að sækja um breytingu á próftöflu eða sérúrræði í prófum þarf að gera það fyrir 11. nóvember.

Fylgdu okkur á Instagram @menntaskolinn_hamrahlid