Fréttir og tilkynningar

Nemendur vilja og ráða við flókin verkefni

29.10.2025
Framhaldsskólanemendur vilja láta gera kröfur til sín og þeir ráða við erfið og flókin verkefni, líkt og lestur bóka á borð við Sjálfstætt fólk, fái þeir stuðning til þess og öruggt umhverfi til að prófa sig áfram. Þetta segir Halldóra Björt Ewen í viðtali við Morgunblaðið sem birtist 14. október sl.

Ófærð í og við MH - kennsla hefst kl. 12:50

29.10.2025
Við seinkum kennslu þar til kl. 12:50 þar sem ófærð er mikil í kringum MH og planið hefur ekki verið mokað. Skólinn er opinn og hér er hlýtt.

Haustfrí í MH

23.10.2025
Föstudaginn 24. október hefst langþráð haustfrí starfsfólks og nemenda MH. Við hvetjum ykkur öll til að nota fríið til að endurnærast fyrir lokatörnina fram að prófum sem hefjast 1. desember. Skrifstofan verður lokuð og opnum við aftur miðvikudaginn 29. október. Njótið haustfrísins.

Kór MH og Kammerkórinn Huldur héldu tónleika í Háteigskirkju

20.10.2025
BRÁTT MUN BIRTAN DOFNA - Kór Menntaskólans við Hamrahlíð (103) og Kammerkórinn Huldur (32) kvöddu haustið í gær með tónleikunum í Háteigskirkju. Sérstakir gestir voru einsöngvararnir Kristjana Stefánsdóttir og Hafsteinn Þórólfsson. Frumflutt var kórverk eftir Arvid Ísleif, Oddný Þórarinsdóttir kom fram sem einsöngvari og píanómeðleikari í lokaverki tónleikanna var Erlendur Snær Erlendsson. Uppselt var á tónleikana og voru gestir í skýjunum á eftir.

MH-ingar vilja lesa krefjandi bókmenntir

16.10.2025
Hildur Ýr Ísberg var í viðtali í Reykjavík síðdegis þar sem hún ræddi um bókmenntalestur unga fólksins okkar og hversu mörg elska að lesa þessar bókmenntir. Nemendur í MH hafa sjálfir óskað eftir að fá að lesa krefjandi bókmenntir og finnst að það eigi að láta þau takast á við erfiða hluti. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni á netinu.

Lokun götunnar við Hamrahlíð

14.10.2025
Malbikstöðin vinnur að gatnaviðhaldi á Hamrahlíð, á morgun, miðvikudaginn, 15. október - EF veður leyfir. Framkvæmdir hefjast kl. 14:00 en áætlað er að þeim ljúki um kl. 17:00 en verkið er háð veðri og gæti því riðlast aðeins. Lokað verður fyrir umferð um framkvæmdarsvæðið eins og meðfylgjandi lokunarplan sýnir. Opnað verður fyrir umferð eins fljótt og hægt er. Malbikunarstöðin biðst velvirðingar á öllum truflunum sem þetta kann að valda.

Karatekonan Embla Halldórsdóttir með gull í Belgíu

10.10.2025
Embla Halldórsdóttir, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð og öflug karatekona, vann gullverðlaun á afar sterku alþjóðlegu móti í Liège í Belgíu um síðustu helgi. Frammistaða Emblu var einstaklega glæsileg og í kjölfar mótsins tók hún þátt í æfingum með finnska og ungverska landsliðinu. Við sendum Emblu innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur!

Fylgdu okkur á Instagram @menntaskolinn_hamrahlid