Fréttir og tilkynningar

Inna er lokuð í dag

11.08.2025
Inna er lokuð hjá nemendum á meðan á stundatöflugerð stendur. Við búumst við að opna á morgun.

Stundatöflur haustannar

07.08.2025
Stundatöflur nemenda verða vonandi tilbúnar á þriðjudaginn og birtast í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Við erum að glíma við tæknilega örðuleika en vonandi tefst töflugerðin ekki mikið. Um og töflur eru tilbúnar fá nemendur póst og um leið verður opnað fyrir töflubreytingar nemenda í gegnum Innu. Nýnemar haustannar munu ekki geta breytt stundatöflum í Innu en geta mætt til námstjóra á miðvikudag milli 10 og 14 og eftir nýnemakynninguna á fimmtudaginn, ef það er eitthvað sem þarf að laga.

Norska eða sænska

07.08.2025
Nemendur sem hafa lært norsku eða sænsku í grunnskóla geta tekið framhaldsskólaáfanga í þessum tungumálum í MH. Nánari upplýsingar og skráning í áfangana er að finna hér á heimasíðunni.

Sumarfrí

24.06.2025
Við erum búin að loka skrifstofunni fyrir sumarfrí og opnum aftur fimmtudaginn 7. ágúst. Hafið það sem best í fríinu og mætum öll endurnærð til baka.

Velkomin í MH

20.06.2025
Í dag innrituðust tæplega 280 nýnemar sem munu hefja nám í MH haustið 2025. Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin og erum mjög spennt að fá að kynnast þeim öllum. Auk þeirra munu tæplega 40 eldri nýnemar flytjast yfir í MH úr öðrum framhaldsskólum landsins. MH-fjölskyldan hefur þar með stækkað heilmikið og eru spennandi ár framunda. Nánari upplýsingar munu berast í pósti á næstu dögum og einnig hér á heimasíðuna þegar nær dregur skólabyrjun.

Lokun á skrifstofu

28.05.2025
Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með föstudeginum 30. maí til og með þriðjudeginum 3. júní. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 4. júní og verður opið frá 8:30 - 15:30. Skrifstofan lokar svo aftur 5. og 6. júní.

Brautskráning vor 2025

28.05.2025
Brautskráðir voru 130 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af 8 námsbrautum. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 63 nemendur, 21 af náttúrufræðibraut, 8 af félagsfræðabraut, 2 af málabraut, 3 af listdansbraut, 28 nemendur af IB-braut og 3 af fjölnámsbraut. Alls voru 8 nemendur brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Yi Ou Li, stúdent af náttúrufræðibraut, með 9,72 í meðaleinkunn. Yi Ou Li hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í líffræði. Semidúx var Anna Valgerður Káradóttir sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,68 í meðaleinkunn. Anna Valgerður hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í líffræði og spænsku. Fyrir hönd nýstúdenta tóku til máls Daði Víðisson og Fjóla Gerður Gunnarsdóttir og fyrir hönd 50 ára stúdenta flutti Dögg Pálsdóttir ávarp. Nýstúdentinn Baldur Kári Malsch Atlason flutti verkið Clair de lune á píanó og nýstúdentar úr kórnum sungu verkið Gömul vísa um vorið eftir Gunnstein Ólafsson, ljóðið eftir Stein Steinarr. Athöfninni var svo slitið með samsöng undir forystu kórstjórans Gísla Magna sem stjórnaði kórnum að þessu sinni, í fjarveru Hreiðars Inga Þorsteinssonar.

Fylgdu okkur á Instagram @menntaskolinn_hamrahlid