19.12.2025
Í dag voru brautskráðir 84 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af 6 námsbrautum. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 55 nemendur, 9 af náttúrufræðibraut, 15 af félagsfræðabraut, 2 af málabraut, 1 af listdansbraut og 3 af listmenntabraut. Dúx skólans var Sölvi Freyr Valdimarsson, stúdent af náttúrufræðibraut með 9,78 í meðaleinkunn. Semidúx var Valgerður Birna Magnúsdóttir stúdent af félagsfræðabraut og málabraut með 9,18 í meðaleinkunn. Fyrir hönd nýstúdenta fluttu Flóki Dagsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir ræðu, Óskar Rafnsson söng einsöng, Hildur Arna Hrafnsdóttir lék á þverflautu og nýstúdentar úr kórnum fluttu jólalag. Kór og nýstofnuð barrokksveit kórs MH sáum um tónlistina undir stjórn kórstjórans Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Til hamingju með daginn og gleðileg jól.