HEIM2AV05 - Vísindaheimspeki

Stutt lýsing á efni áfangans

Hvað eru vísindi? Reynt verður að svara þeirri spurningu með því að skoða vísindasöguna aftur á bak, fara frá mikilvægum tilraunum og uppgötvnum og skoða hvernig þær hreyfðu við fyrri hugmyndum og heimsmynd. Fjallað verður um kenningar um vísindi, aðleiðslu og vísindalega aðferð, hvað útskýringarhugtakið felur í sér, hugað að takmörkum vísinda, samanburði við þekkingu sem ekki er vísindaleg, þróun vísinda og vísindabyltingar. Þá verður einnig hugað að siðferðilegum álitamálum.

Hugtök:

Heimsmynd, vísindi, sannleikur, þekking, þöggun, kenning, vísindaleg aðferð, vísindabylting, viðmið, þróun, framför, hugsmíðahyggja, afsannanleiki, túlkun, afstæði, gildi ofl.

Námsmat:

Skil á lesefni áfangans með verkefnum. Fyrirlestur um vísindatilraun þar sem hugtökum vísindaheimspeki er beitt og hugmyndir settar í samhengi við sögu vísinda og þróun þeirra.