Viltu vinna frían Interrail passa og flug til Evrópu?

Nemendur í JARÐ2BB05 lögðu upp í langferð um daginn og fóru austanverðan Reykjaneshring.
Nemendur í JARÐ2BB05 lögðu upp í langferð um daginn og fóru austanverðan Reykjaneshring.

16. apríl hefst nýtt Discover EU happdrætti.

Með DiscoverEU passanum fá 50 íslensk ungmenni tvisvar á ári frían Interrail passa og flug til Evrópu. Síðustu tvö ár hafa 200 Íslendingar unnið í happdrættinu.

Nemendur MH sem fæddir eru 1. júlí 2005 til 30. júní 2006 geta sótt um í þetta sinn.  Það eina sem þarf er að vera á átjánda aldursári, svara nokkrum einföldum spurningum og þá ertu komin(n/ð)í pottinn. Hægt er að sækja um sem hópur og er þá hópurinn dreginn út saman.  Evrópusambandið kostar verkefnið en það var sett af stað eftir Covid-19 heimsfaraldurinn. Hugsunin er að íslensk ungmenni fái að kynnast evrópskri menningu – matur, arkitektúr, tónlist og saga.

Passinn gildir í 30 daga. Happdrættið endurtekur sig svo í haust fyrir næsta aldursbil.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hér.

Kom­ast má í pott­inn með því að smella hér.