Páskafrí

Nú hefur samkomubann verið framlengt til 4. maí. Það þýðir að nemendur mæta ekki aftur í skólann í hefðbundna kennslu heldur verður áfram kennt með sama sniði og síðustu þrjár vikur. Síðasti kennsludagur vorannar er 30. apríl og lokapróf eru áætluð 4.-18. maí. Kennarar munu ákveða hvernig námsmati verður háttað og kynna það innan hvers áfanga á næstu dögum. Nemendur þurfa því að vera viðbúnir því að námsmat áfanga verði endurskoðað í ljósi aðstæðna, þ.e. vægi námsþátta og fyrirkomulag námsmats. Prófstjóri mun uppfæra próftöflu í samræmi við breytingar. IB-stallari mun senda IB-nemendum nánari upplýsingar.
Við vonum að nemendur getið nýtt páskana til uppbyggilegra verka bæði á sál og líkama. Gleðilega páska. Meira má lesa í pósti rektors 3. apríl and there this text is in English.