Fréttir

Matsala MH

Mánudaginn 15. janúar opnar matsala nemenda, Sómalía, í stærra og breyttu rými í austurenda Matgarðs. Matsalan hefur verið stækkuð og henni breytt úr sjoppu í mötuneyti. Hægt verður að kaupa heitan mat í hádeginu eða salatbar. Máltíðin kostar 1190 kr og salatbarinn kostar 600 kr. Hægt verður að kaupa 10 miða matarkort og þá kostar heita máltíðin 1000 kr. Nemendur skrá sig í mat í gegnum skráningareyðublað sem er sýnilegt hér á heimasíðunni eða á bak við QR kóða sem hangir uppi á Matgarði. Skráningu fyrir vikuna 15. - 19. janúar þarf að vera lokið fyrir kl. 16:00 í dag, svo hægt sé að kaupa inn og áætla fjölda gesta. Auður Þórhildur Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem matráður til viðbótar við Ellý og Soffíu sem allir þekkja. Áfram verður hægt að kaupa allt það sem áður var hægt að kaupa eins og kaffi, drykki og samlokur. Við vonum að nemendur taki mötuneytinu vel og verði ykkur að góðu.

Nýr áfangastjóri í MH

Á nýju ári tók Ásdís Birgisdóttir við stöðu áfangastjóra af Pálma Magnússyni sem lét af störfum um áramótin. Ásdís hefur unnið við menntakerfið frá 1995, þar af 10 ár í kennslu og frá 2005-2018 sem náms- og starfsráðgjafi við VMA, sem náms- og starfsráðgjafi í afleysingu við FB 2018-2019 og við MH frá 2019. Ásdís hefur á sínum ferli gengt ýmsum trúnaðarstörfum og situr m.a. í skólamálanefnd FF og í kjaranefnd Félags náms- og starfsráðgjafa. Við bjóðum Ásdísi velkomna til starfa í nýju hlutverki og þökkum jafnframt Pálma fyrir samstarfið síðustu áratugi.

Kynningarfundur fyrir nýnema vorannar

Nýnemar vorannar eru boðuð í skólann miðvikudaginn 3. janúar kl. 13:00. Fundurinn verður í stofu 11 og munum við taka á móti ykkur við innganga skólans og leiðbeina á réttan stað. Á kynningunni verður farið yfir helstu atriði sem skipta máli í byrjun annar. Öll hafði þið fengið stundatöflur og leiðbeiningar um hvernig virkja eigi Office 365 aðganginn.

Opnað fyrir stundatöflur

Stundatöflur eru sýnilegar í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin og opnað hefur verið fyrir töflubreytingar hjá eldri nemendum. Fyrsti kennsludagurinn er föstudagurinn 5. janúar skv. stundatöflu. Nánar má lesa um skólabyrjun fyrir nýnema vorannar og fyrir eldri MH-inga, hér á heimasíðunni undir skólinn / tölvupóstar til nemenda.

Jólafrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 22. desember til og með 1. janúar 2024. Þann 2. janúar verður skrifstofan opin frá 10:00-15:30 en frá og með 3. janúar er hefðbundinn opnunartími. Nýnemar vorannar koma í skólann 3. janúar kl. 13:00 en kennsla hefst föstudaginn 5. janúar kl. 8:20 skv. stundaskrá. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðunni þegar nær dregur. Við þökkum fyrir árið sem er að líða og óskum öllum gleðilegra jóla.

Brautskráning 21. des. 2023

Brautskráðir voru 82 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af fjórum námsbrautum. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 59 nemendur, 10 af náttúrufræðibraut, 10 af félagsfræðabraut og 4 af málabraut. Alls voru 4 nemendur brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Jakob Bjarni Ingason, stúdent af félagsfræðabraut, með 9,63 í meðaleinkunn. Semidúx var Helga Þórdís Benediktsdóttir sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,49 í meðaleinkunn. Helga Þórdís hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í eðlisfræði og spænsku auk viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur í stærðfræði frá Íslenska stærðfræðafélaginu.

Fimm Græn skref í hús

Staðfestingardagur og einkunnir

Prófum er lokið og einkunnir sýnilegar í Innu. Á morgun er staðfestingardagur þar sem nemendur geta hitt umsjónarkennarana sína og farið yfir valið fyrir næstu önn. Umsjónarkennarar eru við milli klukkan 10:00-10:45 og má sjá staðsetningu þeirra hér á heimasíðunni. Námsráðgjafar, námstjórar, áfangastjóri og konrektor verða einnig við, ykkur til aðstoðar. Einhverjir þurfa að gera breytingar miðað við gengi haustannar og hvetjum við ykkur öll til að skoða valið ykkar vel. Prófsýning er milli 11:15 og 12:15 í auglýstum stofum. Eindagi skólagjalda er 21. desember.

Spennandi dagur

Í dag er síðasti prófdagur skv. próftöflu og eru nemendur í frönsku og eðlisfræði væntanleg í hús af því tilefni. Klukkan 14 í dag munu nemendur sem lært hafa þýsku í MH mæta í stofu 27 þar sem þýskudeildin stendur fyrir vinnustofu með þýskum söngvara að nafni Darius Zander. 

Vörpum fjólubláu út í umhverfið

Fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks og er Menntaskólinn við Hamrahlíð upplýstur með fjólubláum kösturum til að sýna stuðning. Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þessa daga heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.