Þú ert hér
Föstudaginn 17. mars frumsýnir Leikfélag NFMH glænýja íslenska söngleikinn „Þú ert hér“ í Undirheimum í MH. Verkið er frumsamið af leikhóp skólans og var unnið í samsköpun og út frá spuna. Björg Steinunn Gunnarsdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir, sviðshöfundar, listakonur og MH-ingar leikstýra. Í sýningunni fá hæfileikaríkir nemendur að njóta sín á sviði, hvort sem það er að leika, dansa, syngja eða spila tónlist. Leikhópurinn fær lánaða nokkra meðlimi úr Húsbandinu til að flytja tónlistina með leikurunum á sviðinu. Stefnt á að hafa 10 sýningar. Miðasala er á Tix.is.
Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að fara á þessa glæsilegu sýningu.