Mannauðsstefna

Starfsfólk skólans er mikilvæg auðlind sem ber að rækta og sinna af kostgæfni og virðingu. Leitast er við að skapa eftirsóknarverðan vinnustað þar sem fólk getur notið hæfileika sinna og þroskast í starfi til hagsbóta fyrir báða aðila. Skólinn leggur áherslu á að starfsfólk veiti góða og markvissa þjónustu og uppfylli þær skyldur og hlutverk sem lög um framhaldsskóla kveða á um.

Starfsumhverfi

  • Að búa starfsfólki heilsusamlegt umhverfi þannig að hægt sé að sinna störfum af kostgæfni og metnaði.
  • Að gæta jafnréttis á meðal starfsfólks og að allir hafi jöfn tækifæri.
  • Að starfsmannahópurinn sé fjölbreyttur.
  • Að skapa aðstæður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf (fjölskyldulíf).
  • Að gefa kost á sveigjanlegum vinnutíma eftir því sem mögulegt er.

Ráðningar

  • Að auglýsa öll laus störf eftir því sem við verður komið.
  • Að ráða starfsfólk sem er menntað á þeim sviðum sem þörf er á hverju sinni og í samræmi við stefnu skólans.
  • Að hafa samráð við hlutaðeigandi aðila innan skólans, t.d. fagstjóra, þegar gengið er frá ráðningum kennara.
  • Að standa vel að móttöku nýs starfsfólks og bjóða þeim sérstaka fræðslu um skólann og umhverfið.

 Endurgjöf

  • Að gefa starfsfólki kost á reglulegum starfsmannasamtölum við stjórnendur.
  • Að leggja reglulega fyrir kannanir um skólastarfið og veita endurgjöf í kjölfarið.
  • Að bjóða þeim sem þess óska upp á jafningjamat.

Endurmenntun og starfsþróun

  • Að hvetja starfsfólk til endurmenntunar.
  • Bjóða upp á  endurmenntun eftir því sem við verður komið í sjálfu skólastarfinu, t.d. á kennarafundum, starfsmannafundum og starfsdögum.
  • Styrkja starfsfólk til endurmenntunar með því að bjóða upp á endurmenntunarstyrk.

Laun og kjör

  • Starfsfólki, óháð kyni, skal greiða jöfn laun og allir skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • Að virða kjarasamninga og eiga reglulegt samtal um stofnanasamninga.
  • Eiga gott samstarf við trúnaðarmenn og reglulegt samtal.
  • Að greiða samkeppnishæf laun.
  • Gefa starfsfólki kost á að sækja um árlega heilsuræktarstyrk og samgöngustyrk.

Samskipti

  • Að skapa skilyrði fyrir skilvirku og öflugu samstarfi og skapa um leið traust milli starfsfólks.
  • Að hafa skilvirka og góða upplýsingagjöf innan sem utan skólans.
  • Upplýsingar tengdar skólanum (t.d. starfslýsingar) séu aðgengilegar á heimasíðu skólans, INNU eða TEAMS.

Starfslok

  • Að bjóða þeim sem hætta störfum hjá skólanum starfslokasamtal.
  • Að veita starfsfólki ráðgjöf um væntanleg starfslok.
  • Að kveðja sérstaklega starfsfólk sem lætur af störfum.

 

 

Síðast uppfært: 19. september 2022