Þróunarverkefni og erlent samstarf

Unnið er að nokkrum þróunarverkefnum í MH á hverju ári. Flest þeirra tengjast einstökum kennslugreinum og mörg eru unnin í samstarfi við erlenda aðila. Annars konar þróunarvinna fer einnig fram í skólastarfinu, bæði á kennslusviði, þjónustusviði og í stjórnsýslu skólans.

Þróunarverkefni og erlent samstarf sem hófst veturinn 2022-2023

Nordplus junior: "Designing services for a greener future" er samstarfsverkefni milli MH og skóla í Svíþjóð, Lettlandi og Eistlandi. Verkefnið stendur fram í ágúst 2025. Tengiliðir MH eru annars vegar fjármála- og þjóðhagfræðikennari og hins vegar jarðfræðikennari.  Haustið 2022 hittust kennarar og nemendur samstarfsskólanna í Riga í Lettlandi og þar var viðfangsefnið "Green Education". Vorið 2023 hittust þeir í Kalmar í Svíþjóð og þar var viðfangsefnið "Green eCommerce" og haustið 2023 komu nemendur og kennarar frá samstarfsskólunum til Íslands og hér var viðfangsefnið "Green Ocean". Í apríl 2024 var haldinn fundur í Tartu í Eistlandi  og þar var viðfangsefnið "Green/Eco Farming".

___________________________________

Þróunarverkefni og erlent samstarf sem hófst veturinn 2020-2021

Erasmus+: "Sustainable lifestyle in digital environments" er þverfaglegt verkefni milli MH og skóla í Finnlandi, Rúmeníu, Tékklandi og á Ítalíu. Verkefnið hlaut styrk til tveggja ára. Tengiliðir MH eru annars vegar tungumálakennari og hins vegar raungreinakennari. Nemendur sem taka þátt í verkefninu eru á ólíkum brautum, bæði brautum til stúdentsprófs í MH og af IB-braut. Verkefnið var enn í gangi veturinn 2022-2023 og komu gestir í MH í annarri viku októbermánaðar 2022.

__________________________________

Framhaldsskólakennarinn á krossgötum - vorönn 2021

Menntavísindasvið HÍ bauð upp á fjarnámskeið fyrir kennara sem bar nafnið „Framhaldsskólakennarinn á krossgötum“. Námskeiðið hófst 25. janúar 2021. Tveir kennarar frá MH tóku þátt en hver skóli fékk 2-4 pláss á námskeiðinu. Ásdís Þórólfsdóttir úr spænsku og Hildur Ísberg úr íslensku voru fulltrúar MH. Horft var til þess að þátttakendur yrðu leiðtogar í sínum faggreinum og gætu miðlað efninu til samkennara að loknu námskeiði.

 

Enska: Developing Democratic Sustainability eða lýðræði og samfélagsþátttaka, er Erasmus verkefni sem enskukennararnir Íris Lilja Ragnardóttir, Eva Hallvarðsdóttir og Þórhalla Steinþórsdóttir eru að vinna að með 15 nemendum á fyrsta ári í framhaldsskóla. Verkefnið er unnið í samvinnu við þýskan skóla. Viðfangsefnið tengir saman ensku, lýðræði og umhverfismál. Verkefnið stendur yfir í tvö skólaár.

Þróunarverkefni og erlent samstarf sem hófst veturinn 2019-2020

Danska:  Unge i Nordatlanten er þróunarverkefni milli 6 dönskukennara í þremur menntaskólum; MH, GUX í Nuuk (Grænland) og Miðnám í Kambsdal, Fuglafirði (Færeyjar). Verkefnið er styrkt af NORDSPRÅK í formi ferðastyrks kennara milli landa. Þetta er tveggja ára samstarf sem byrjaði haustið 2019 og lýkur vorið 2021. Markmiðið er annars vegar að útbúa kennsluefni á dönsku í tengslum við sjálfsmynd nemenda og þau kynni sitt land með innsýn í þeirra eigin menningu. Hitt markmiðið er að mynda tengslanet milli landanna með áframhaldandi samvinnu í huga.

IB: Finnskir kennarar heimsóttu MH í janúar 2020. 

Erasmus+: Jafnrétti og samfélagsþátttaka í gegnum listir og margmiðlun er verkefni sem mun standa yfir í tvö ár, frá hausti 2019 fram á vor 2021. Þátttakendur í verkefninu eru frá sex löndum: Íslandi, Hollandi, Danmörku, Spáni, Ungverjalandi og Þýskalandi. Kennarar í verkefninu eru Hugrún Hólmgeirsdóttir, Karen Ástu- og Kristjánsdóttir og Ólafur Guðmundsson. Covid-19 hefur sett mark sitt á verkefnið frá árinu 2020. Ekki hefur verið unnt að fara í allar ferðir sem voru á dagskrá og gera hefur þurft breytingar á ýmsum liðum verkefnisins.

Þróunarverkefni og -vinna sem hófst skólaárið 2018-2019:

Þróunarverkefni í kennslugreinum:

Félagsfræði – Í framhaldsáfanga í afbrotafræði FÉLA3CA05 vinna nemendur tvö rannsóknarverkefni sem eru eins konar þróunarverkefni.
Kennari: Björn Bergsson.

Íslenska – Stöðvavinna í íslensku 3DD05. Þróuð er vinnuaðferð til að dýpka skilning nemenda á bókmenntaverkinu Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Kiljan Laxness.
Kennari: Guðlaug Guðmundsdóttir og fleiri íslenskukennarar.

Jarðfræði og líffræði – Alþjóðlegt verkefni um loftslagsmál.
Kennarar: Auður Ingimarsdóttir og Sigurkarl Stefánsson.

Leiklist – Verkefnið nefnist The Overwhelmed Generation - Family Developments in the Globalization Age og er samstarfsverkefni leiklistarkennara í 10 löndum: Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Litháen, Íslandi, Bandaríkjunum, Brasilíu, Taiwan, Togo og Uganda.

Verkefninu er stjórnað af Dr. Marion Küster professor við háskólann í Rostock í Þýskalandi í samstarfi við Young IDEA (Internatioal Drama and Education Association) og háskólann í Lomé í Togo.

Árið 2018 var ráðstefna og námskeið í Rostock í Þýskalandi þar sem kennarar sem taka þátt í verkefninu og nemendur þeirra hittust og unnu með aðferðir og markmið verkefnisins. Á næsta ári, 2020, verður ráðstefna og fjölskyldumót í Lomé í Togo þar sem unnið verður að viðfangsefnum verkefnisins út frá aðferðum leiklistar. Þar munu fjölskyldur frá öllum þátttökulöndum hittast í vinnuferli ásamt nemendum og kennurum frá viðkomandi löndum. Niðurstaða verkefnisins verður svo kynnt á alheimsráðstefnu IDEA í Kína 2020. 

Spænska – Verkefni sem nefnist Sammtalk, nemendur víðs vegar um heiminn hafa samskipti gegnum stafræna miðla. Sjá vefsíðu verkefnisins: https://sammtalk.com
Kennari: Ásdís Þórólfsdóttir.

Önnur þróunarvinna:

  • Kennsluráðstefna - haldin í fyrsta sinn á vorönn 2018 og endurtekin á vorönn 2019. Kennarar skýra frá nýbreytni og tilraunum í kennslu.
    Markmið:  
    Að auka samræðu um nýbreytni í kennslu, um kennsluhætti, námsmat og skólaumhverfið í MH. 
    Að gefa kennurum/starfsfólki tækifæri á að kynna það sem er að gerast í áfangaflóru MH. 
    Að hvetja til þverfaglegrar umræðu um kennslu og kennsluhætti. 
    Að kynna tæki/hugbúnað sem getur nýst í kennslu ólíkra greina. 
    Að ráðstefnan sé kennurum hvatning til nýbreytni í kennslu. 
    Að kennarar fræði hvern annan um ólíkar greinar og aðferðafræðina sem þeir styðjast við í kennslu. 
    Yfirumsjón: Rektor MH.
  • Innleiðing á Office 365 í skólastarfinu.
    Yfirumsjón: Netstjóri MH.
  • Inna – samstarf við Advania í þróun og prófunum á Innu.
    Yfirumsjón: Konrektor MH.
  • Turnitin-forritið – vörn gegn ritstuldi.
    Yfirumsjón: Ásdís Hafstað, bókasafns- og upplýsingafræðingur.
  • Umfang stúdentsprófsins – unnið að breytingum á umfangi stúdentsprófs MH.
    Yfirumsjón: Rektor MH.
  • Umhverfismál – flokkun á lífrænum úrgangi og plasti hófst á vorönn 2019.
    Yfirumsjón: Húsvörður MH.
  • Sálfræðiaðstoð fyrir nemendur – þriggja ára tilraunaverkefni er lokið og hefur sálfræðingur nú verið ráðinn í fasta stöðu við skólann.
    Sálfræðingur: Bóas Valdórsson.
  • Skjalastjórn – innleiðing á rafrænu skjalastjórnarkerfi, GoPro.
    Yfirumsjón: Dagný S. Jónsdóttir og Halldóra S. Sigurðardóttir skjalastjórar.
  • Jafnlaunavottun – innleiðing jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012 og undirbúningur fyrir jafnlaunavottun.
    Yfirumsjón: Fjármálastjóri MH.

 

Síðast uppfært: 11. júní 2024