Áfangi kallast skilgreint námsefni í tiltekinni grein í eina önn. Við lok annar eru þreytt próf í námsefninu eða einkunn byggð á símati yfir önnina. Nemandi, sem staðist hefur áfangann með tilskildum árangri, hlýtur ákveðinn einingafjölda fyrir. Þannig safnar nemendandinn einingum með hverjum loknum áfanga þar til hann hefur lokið stúdentsprófi.
Heiti áfanga í námskrá
Allir áfangar í námskrá gefa til kynna heiti námsgreinar, hæfniþrep, röð áfanga innan greinar (sami bókstafur ef kjarnagrein, mismunandi ef valgrein) og einingafjölda samkvæmt nýju einingakerfi.
Dæmi:
ÍSLE2BB05: ÍSLE (íslenska) 2 (á öðru hæfniþrepi) BB (annar kjarnaáfangi) 05 (fjöldi eininga).
ÍSLE3CK05: ÍSLE (íslenska) 3 (á þriðja hæfniþrepi) CK (C –valáfangi með tvo undanfara og K-kvikmyndir) 05 (fjöldi eininga).
Kröfur um hæfniþrep
Öllu námi í skólanum er skipt upp í fjögur hæfniþrep þar sem hærri þrepin byggja á þeim lægri. Fyrstu þrjú þrepin teljast til framhaldsskólastigs en fjórða þrepið telst á mörkum framhaldsskóla og háskóla. Til þess að ljúka stúdentsprófi má nám á fyrsta þrepi ekki vera meira en 1/3 af heildareiningum og nám á þriðja þrepi þarf að vera að lágmarki 1/6 af heildareiningum.