Sérúrræði í prófum

Sótt er um sérúrræði hjá náms-og starfsráðgjöfum. Nemendur þurfa að mæta til þeirra og ræða við þá um það sem í boði er. Ekki er hægt að afgreiða sérúrræði í gegnum tölvupóst.

Foreldrar/forsjáraðilar og nemendur munu fá tölvupóst um hvernig á að bera sig að til að fá sérúrræði í prófum. Sérúrræði sem eru í boði eru lituð blöð, upplestur á prófum eða próf í sérstofu.  

Ef nemendur eiga ekki skilríki með mynd þá er hægt að fara til námsráðgjafa og fá útprentun úr Innu sem ígildi persónuskilríkis í prófi. Til að það gangi upp þarf myndin í Innu að vera skýr og góð.

Síðast uppfært: 25. nóvember 2024