Almenn námskrá framhaldsskóla kveður á um að stúdentspróf skuli vera á bilinu 200–240 framhaldsskólaeiningar. Gert er ráð fyrir að 60 einingar samsvari einu ári miðað við hefðbundinn námshraða. Að baki hverri framhaldsskólaeiningu eru 18-24 klukkutímar í tímasókn og vinnu fyrir nemandann. Það þýðir að fimm eininga áfangi er á bilinu til 90-120 klst. vinna fyrir nemandann.
Frá hausti 2019 innritast nýnemar úr grunnskóla á brautir sem innihalda 205 einingar fyrir utan 215 einingar á listdansbraut.
Hver kennslustund í MH er 55 mínutur að lengd og flestir áfangar eru fimm einingar. Slíkir áfangar eru að jafnaði kenndir á fjórum kennslustundum á viku, nema ef um hraðferð sé að ræða, en þá eru kennslustundirnar 3.