Tölvuþjónusta

 Umsjónarmaður tölvukerfis skólans er:

KentL

Kent Lárus Björnsson
kentb@mh.is

  •  

Ef Kent er ekki við þá er oft hægt að fá aðstoð hjá Karli Georg sem er umsjónarmaður fasteigna og hjá Dagnýju og Önnu Lilju á bókasafninu.

Notkunarreglur

  1. Nemendur hafa aðgang að tölvum á bókasafni skólans. Einnig er tölvuver í stofu 48 sem notað er fyrir kennslu. Hægt er að fá lánaðar fartölvur á bókasafninu til að nota í skólanum. Til að skrá sig inn í netkerfi MH (tölvur skólans) eða Microsoft365 (Office365) notum við fyrstanafn.uppstafstaf millinafns.kenninafn@mh.is (dæmi: gunnar.i.kristinsson@mh.is) fyrir alla sem eru skráðir í skólann á árinu 2022 eða síðar, en þeir sem eru skráðir fyrir 2022 nota kennitöluna sína@mh.is. Nemendur setja inn sitt eigið lykilorð eða breyta því með því að slá inn lykilord.menntasky.is (sjá leiðbeinigar undir þjónusta - Microsoft365)

  2. Nemendur hafa aðgang að gagnasvæðinu Onedrive (vistun í skýið).

  3. Nemendur hafa aðgang að þráðlausa netinu í skólanum. Nemendur skulu skrá sig á net sem heitir MH-Nemendur og er lykilorðið MHkennitalanemandaMH.
Síðast uppfært: 15. ágúst 2024