Lög um farsæld barna voru samþykkt á Alþingi 2021. Þessi lög eiga að sjá til þess að börn að 18 ára aldriog foreldrar þeirra hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana.Hugtakið farsæld vísar í aðstæður þar sem barn getur náð fullum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar og með samþættingu er átt við skipulagt samstarf þeirra aðila sem veitt geta barninu rétta þjónustu.
Nemendur MH og foreldrar geta óskað eftir samþættingu þjónustu í þágu farsældar þegar þess er þörf.Í MH er veitt grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum nemendum. Þetta er snemmtækur stuðningur í samræmi við frummat á þörfum nemanda ásamt eftirfylgd fyrir þá nemendursem þurfa einstaklingsmiðaðan stuðning sem krefst aðkomu ólíkra kerfa. Með umsókn um samþættingu er veitt leyfi fyrir að þeir sem koma að þjónustu við nemandann vinni áætlun sem miðar að því að nemandinn fái sem besta þjónustu og eftir atvikum miðli upplýsingum sín á milli ef þörf er á. Ef þörf er á frekari úrræðum utan skóla er haft samband við þjónustumiðstöð í hverfi nemandans og fenginn málstjóri sem þá tekur við utanumhaldi málsins af tengilið.Stoðþjónusta MH er þverfagleg, þar starfa 3 náms- og starfsráðgjafar, kennarar í námsveri, deildarstjóri fjölnámsbrautar, sálfræðingur, jafnréttis og samskiptaráðgjafiásamt hjúkrunarfræðingi.
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við tengilið farsældar í MH Fríði Reynisdóttur náms- og starfsráðgjafi, fridur@mh.is
Farsæld og velferð barna/ungmenna og fjölskyldna snýst um að allir vinni saman og hafi ávallt hagsmuni ungmennisins að leiðarljósi.
Þjónusta í þágu farsældar
Lög um samþættingu í þágu farsældar barna
Eyðublað um miðlun upplýsinga
Eyðublað um samþættingu