Megintilgangur sjálfsmats er að stuðla að framgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum. Þannig er sjálfsmati ætlað að viðhalda og auka gæði í skólastarfinu. Stefnur og áætlanir skólans styðja við sjálfsmatið og eru um leið hluti af gæðakerfi skólans.
Sjálfsmatskerfi Menntaskólans við Hamrahlíð er þróað af stjórnendum og starfsfólki skólans. Það er að verulegum hluta sprottið úr samantekt fjölmargra reglulegra athugana sem felldar hafa verið í eina heild með hliðsjón af viðmiðum menntamálaráðuneytisins um sjálfsmat.
Sjálfsmat skólans byggir á fjölmörgum matsþáttum. Helstu stoðirnar eru:
- Tölfræði um nemendur og nám í MH
- Kennslukannanir
- Starfsmannasamtöl
- Þjónustukannanir og starfsemi þjónustusviðs skólans
- Þátttaka í Skólapúlsinum og könnunum Rannsóknar og greiningar
- Græn skref í MH
- Jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun
- Jafnréttisvísar
- Starfsmannakannanir, t.d. Stofnun ársins og stjórnendamat
- Skjalastjórnarkerfi skólans
- IB-úttektir og sjálfsmat
Ofangreindir þættir koma við sögu í sjálfsmatsskýrslu skólans. Þar er fjallað um helstu áherslur í skólastarfinu og árangur metinn. Allar kannanir eru framkvæmdar reglulega til að hægt sé að fá heildarmynd af því sem vel er gert, hvað þarf að bæta og hverju þarf að breyta hverju sinni. Nýjasta viðbótin í sjálfsmati skólans er jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun.
Skólinn fer í ytra mat á fimm ára fresti og þá er skoðað hvernig til hefur tekist. IB-nám skólans er metið sérstaklega á 4-5 ára festi og framkvæmt af fulltrúum IB-samtakanna.
Heildaráætlun sjálfsmats og áætlun til næstu þriggja ára er að finna í sjálfsmatsskýrslu skólans.
Sjálfsmatsteymi skólans er skipað: Konrektor, áfangastjóra og fulltrúum starfsfólks.
_________________________________________________________
Útgefnar sjálfsmatsskýrslur skólans.
Úttektir á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis.