Leiðbeiningar fyrir val

Öllum nemendum sem eru nú þegar í MH og ætla að stunda áfram nám í skólanum er skylt að velja áfanga fyrir næstu önn.  Valið er bindandi og út frá því er áfangaframboð næstu annar gert.  Valvikan hefst með valkynningu á sal og stendur í 2 vikur. Nánari tímasetningar eru sýnilegar í dagatali skólans.

1. Farið vel yfir valið og ferilinn.  

2. Sláið sjálf inn valið ykkar. Þegar þið hafið slegið valið inn sendið þið skilaboð á umsjónarkennara ykkar og látið hann vita að þið séuð búin að velja. 

3. Veljið þrjár greinar til að setja í varaval. Varaval er notað til að setja í staðin fyrir áfanga sem ekki komast í töflu og þurfa varavalsáfangar að vera 5 einingar hver. Athugið að ekki má setja hvaða áfanga sem er í varaval.  T.d. má ekki setja líkamsrækt, yndislestur, útskriftaráfangann, skák, kór svo eitthvað sé nefnt, sem varaval.

4. Munið að vanda val ykkar því það er bindandi og verður einungis breytt ef brýn ástæða er til og það er út frá valinu sem ákveðið er hvaða áfangar verða kenndir á næstu önn.

5. Þeir einir teljast á síðustu önn sem eiga 40 eða færri bóklegum einingum ólokið.

6. Við úrvinnslu valsins verður höfð hliðsjón af námsárangri á síðustu önnum. Síst verður hróflað við vali þeirra nemenda sem sýnt hafa að þeir ráða við fulla töflu.

7. Sjö fimm eininga áfangar að viðbættri líkamsrækt telst full tafla eða 35 til 36 einingar.

8. Kynnið ykkur reglur um P-áfanga á heimasíðu MH. Sótt er um p-áfanga á heimasíðu skólans og þarf að ganga frá því eigi síðar en á staðfestingardegi í lok hverrar annar.

10. Nemendur sem ætla að sækja um leyfi á næstu önn/önnum hafi samband við áfangastjóra.

11. IB áfangar eru opnir dagskólanemum ef pláss er í áföngunum.

12. Nemendur sem ætla að útskrifast í lok annarinnar sem valið er fyrir þurfa að velja lífsleikni útskriftarefna.

 

Leiðbeiningar um innslátt á vali

Ábendingar um val eftir fyrstu önn

Síðast uppfært: 20. september 2024