Stöðumat

Menntaskólinn við Hamrahlíð býður upp á stöðumat í erlendum tungumálum fyrir innritaða nemendur skólans í byrjun annar. Hlutverk stöðumatsins er að meta þekkingu, hæfni og leikni nemenda í viðkomandi tungumáli. Þeir sem vilja fá stöðumat í ensku ættu að hafa góðan grunn í viðkomandi tungumáli líkt og um móðurmál væri að ræða.  

Til að fá stöðumat í dönsku, frönsku, ítölsku, japönsku, spænsku og þýsku þurfa nemendur að hafa verið búsettir í viðkomandi landi eða dvalið þar sem t.d. skiptinemar.  

Stöðumat er auglýst hverju sinni en allar nánari upplýsingar veitir námstjóri erlendra tungumála, Íris Lilja Ragnarsdóttir, iri(at)mh.is.

Stöðumat kostar 15.000 kr.

Síðast uppfært: 09. janúar 2025