Kennarafélag MH er félagsdeild í Félagi framhaldsskólakennara (FF).
4. gr. laga FF fjallar um félagsdeildir, m.a. hlutverk þeirra:
Hlutverk félagsdeildar er að vera málsvari félagsmanna FF á vinnustaðnum, vinna að kjara-, réttinda- og faglegum málefnum þeirra í samstarfi við FF og KÍ og kjósa fulltrúa á fulltrúafund og aðalfund FF og á þing KÍ. Félagsdeildir kjósa sér stjórnir, setja sér lög og starfsáætlun, kjósa trúnaðarmenn, sbr. 6. gr. laga félagsins, og fulltrúa félagsmanna FF í framhaldsskólum í samstarfsnefndir framhaldsskóla.
Stjórn Kennarafélags MH skipa:
Bergþór Reynisson
Íris Lilja Ragnarsdóttir
Anna Eir Guðfinnudóttir
Linda Dröfn Jóhannesdóttir
Ásdís Björnsdóttir
Hlutverk trúnaðarmanna félagsins er að fylgjast með að farið sé eftir ákvæðum kjarasamninga og að réttur starfsmanna sé í hvívetna virtur á vinnustaðnum. Hann er tengiliður stéttarfélags og vinnustaðar og starfar í þágu félagsmanna stéttarfélagsins. Kjörtímabil félagslegs trúnaðarmanns er tvö ár.
Trúnaðarmenn FF í MH eru:
Ásdís Björnsdóttir
Björn Ólafsson
Fulltrúar kennara í samstarfsnefnd MH eru:
Guðný Guðmundsdóttir
Stefán Ásgeir Guðmundsson
Valgerður Bragadóttir
Fulltrúar kennara í vinnumatsnefnd MH eru:
Bergþór Reynisson
Alda Kravec