Við hvetjum nemendur til að byrja prófdaginn snemma og vera vel úthvíld.
- Áður en öll prófin hefjast er gott að fara vel yfir próftöfluna og skoða hvaða daga prófin þín eru, klukkan hvað og hvað þau eru löng. Þetta á allt að standa í próftöflunni.
- Á prófdaginn er gott að fá sér uppáhaldsmorgunmatinn og reyna að láta sér líða vel á meðan borðað er.
- Áður en þú leggur af stað skaltu muna að finna til allt sem þú þarft að nota í prófinu, s.s skilríki, skriffæri, vasareikni, orðabækur, ef þær eru leyfðar o.s.frv.
- Ef nafnið sem þú notar er ekki það sama og er á skilríkjunum þínum þá geta náms- og starfsráðgjafar aðstoðað þig við að útbúa sérstakt blað til að nota í staðin fyrir skilríki. Mundu eftir að sækja tímanlega um þetta blað hjá náms- og starfsráðgjöfum.
- Ef þú átt að mæta með fartölvu í prófið þá er mikilvægt að tölvan sér fullhlaðin áður en þú ferð í prófið og þú takir hleðslusnúruna þína með.
- Leggðu tímanlega af stað að heiman þannig að þú komir ekki of seint í prófið.
- Ef þú tekur próf í sérstofu kemur þú að stofu 31.
- Á skólaskjánum í MH sérðu hvar prófið sem þú ert að fara í er haldið. Prófið getur verið á Miklagarði, Miðgarði eða í kennslustofu. Ef þú ert ekki viss þá getur þú alltaf spurt á skrifstofunni. Upplýsingar um staðsetningu prófanna má einnig finna á heimasíðunni.
- Veldu þér sæti á góðum stað í prófsalnum.
- Fylgstu vel með því sem salstjóri segir í byrjun prófs.
- Eftir klukkan 9 hvetjum við alla til að ganga hljóðlega um skólann þar sem próf eru í gangi, þegar prófi lýkur þurfa nemendur að fara strax út úr húsi til að trufla ekki aðra nemendur sem eru enn í prófi.
- Gangi þér vel.
Ekki gleyma persónuskilríkjum heima.