Listmenntabraut

LMB - Listmenntabraut 

Nám á listmenntabraut er verklegt og bóklegt nám með áherslu á listir. Brautin skiptist í kjarna, bundið pakkaval, bundið áfangaval og frjálst val, samtals 205 einingar. Stúdentspróf af listmenntabraut veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám í myndlist eða leiklist. Auk þess velur nemandi sér ýmsar listgreinar á móti myndlist eða leiklist sem styrkja viðkomandi fyrir frekara nám. Námið getur einnig verið góður undirbúningur fyrir nám í félags- og hugvísindum.

Nemendur velja á milli leiklistar eða myndlistar sem fyrstu listgrein, þ.e. 30 einingar. Nemendur velja einnig blöndu af áföngum sem tengjast listum á einn eða annan hátt, þ.e. 30 einingar. Á brautinni er auk þessara 60 eininga, skylda að taka 15 einingar í söguáföngum tengdum listum. Þetta eru t.d. SAGA3CR05, LIST2BL05, LIST3CB05, LIST3CE05 og listdanssöguáfangarnir sem eru á listdansbraut: LDSA2UÞ05 og LDSA3ÞD05.

Ýmsir áfangar koma til greina sem blanda af listgreinum (30 einingar):

    • Leiklist, myndlist, listdans, tónlistarnám (miðpróf og framhald) og kór MH.
    • Íslenskuáfangar tengdir listum eins og ÍSLE2BT05, ÍSLE3CL05, ÍSLE3DL05, ÍSLE3CR05, ÍSLE3CV05.
    • Enskuáfangar tengdir listum eins og ENSK3DK05, ENSK3DW05, ENSK3DG05, ENSK3DM05.
    • Ljósmyndun LJÓS2AD05.
    • Heimspeki HEIM2AO05 og HEIM2BF05.
    • Tölvunarfræði.
    • Söguáfangar sem tengjast listum eins og nefndir eru hér að ofan. 
    • Frumkvöðlafræði ÞJÓÐ2AR05/2BR05.
    • Athugið að listinn er ekki tæmandi og í stöðugri endurskoðun - endilega leitið nánari upplýsinga hjá námsráðgjöfum eða námstjórum.

 

Brautin var stofnuð haust 2023 og er í mótun og mun taka breytingum.

Nemendur sem innritast haust 2024 fylgja eftirfarandi brautarplani:

Námsferilsblað listmenntabraut (pdf)

Námsferilsblað listmenntabraut (excel)

Eldra brautarplan:

Námsferilsblað Listmenntabraut (pdf)

Námsferilsblað Listmenntabraut ( excel)

Brautarlýsing á Námskrá.is

Síðast uppfært: 14. október 2024