Gildi MH

Vorið 2019 var komist að niðurstöðu um hver gildi skólans skyldu vera. Málefnið hafði verið rætt á vettvangi kennara og nemenda frá vori 2017; á skólaþingi, í vinnuhópum og á kennarafundum. Gildin voru kynnt í skólanefnd í september 2019 og birt á heimasíðu í kjölfarið. English version.

Þekking  - ábyrgð - virðing ­- víðsýni

  • Þekking

Við erum forvitin og námfús. Við leitum þekkingar og miðlum henni. Við myndum okkur skoðanir að vel ígrunduðu máli. Við notum hugvit og tækni við lausn verkefna. Við erum sjálfstæð og gagnrýnin í þekkingarleit okkar.

  • Ábyrgð

Við gerum okkur grein fyrir réttindum okkar og skyldum. Við sinnum störfum okkar og námi af heiðarleika og metnaði.  Við öxlum sameiginlega ábyrgð á skólastarfinu. Við tryggjum samstöðu og stöndum vörð um hagsmuni nemenda, kennara og alls starfsfólks.

  • Virðing

Þau sem sýna öðrum virðingu öðlast virðingu annarra. Við ræktum með okkur sjálfsvirðingu. Við sýnum öllum öðrum í skólanum virðingu, hvert sem hlutverk þeirra er. Við virðum ólíkar skoðanir og lífsviðhorf. Við berum virðingu fyrir orðspori skólans.

  • Víðsýni

Við lítum á okkur sem hluta af heild. Við ræktum með okkur víðsýni í garð manna og málefna. Við leitumst við að víkka sjóndeildarhringinn og það stuðlar að sköpun. Við höfum að leiðarljósi að setja okkur í spor annarra. Við erum umburðarlynd, umhyggjusöm og finnum til samkenndar með öðrum.

 

Síðast uppfært: 02. október 2022