IB-nemar eru bundnir af námsmatsreglum IB-samtakanna, almennum reglum um skólasókn og námsframvindu svo og eftirfarandi sérreglum:
- Nemandi á undirbúningsári (Pre-IB) þarf að ná lágmarksárangri í öllum námsgreinum skólaársins til þess að öðlast fortakslausan rétt á að hefja nám á hinni formlegu IB-braut.
- Falli nemandi í einni og aðeins einni námsgrein í lok undirbúningsársins (þ.e. á vorönn) verður mál hans metið sérstaklega í samráði við IB-stallara.
- Falli nemandi í tveimur eða fleiri námsgreinum í lok undirbúningsársins verður honum synjað um að hefja nám á IB-braut. Umsókn slíks nemanda um nám á öðrum brautum hefur ekki forgang fram yfir umsóknir nemenda úr öðrum framhaldsskólum.
- Skilyrði þess að flytjast milli anna IB-námsins er að hafa náð einkunninni 5 í öllum námsgreinum viðkomandi annar nema í hæsta lagi einni.
Sjá nánar framvindureglur á ensku hér/Progress rules in English.