Starfsfólk MH notar vefmiðla, heimasíðu og samfélagsmiðla, til að koma upplýsingum á framfæri til tilvonandi, núverandi og útskrifaðra MH-inga.
Markmið
- Að efla og styrkja ímynd skólans
- Að gera starfið innan MH sýnilegt með fjölbreyttum leiðum
- Að ná athygli markhópa með gagnlegum og áhugaverðum upplýsingum um skólastarfið
- Að auka jákvæða umræðu um MH í samfélaginu
- Að styðja við nemendur og starfsfólk og það sem þau eru að gera í nafni skólans
Áherslur
- Vera upplýsandi, áhugaverð og jákvæð
- Vera málefnaleg og markviss í framsetningu
- Nota vandað málfar sem er auðskiljanlegt
- Bera virðingu fyrir öllum og líða ekki fordóma, níð, einelti eða móðganir
- Fjalla um alla af kurteisi og virðingu
- Velja af kostgæfni það efni sem við birtum og deila engu sem er meiðandi eða vafi leikur á að leyfi sé fyrir
- Viðurkenna fúslega mistök og leiðrétta hratt og örugglega
- Birta ekki efni nema með samþykki þeirra sem í hlut eiga.