Beneventumsjóður

Stúdentar vorsins 1974 stofnuðu sjóð sem hlaut nafnið Beneventumsjóður í tilefni 20 ára brautskráningarafmælis síns, 28. maí 1994. 

Tilgangur sjóðsins „er að styðja við starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð á breiðum grundvelli, þar með talið starf Nemendafélags MH“ segir í samþykkt stjórnar frá árinu 2019. Upphaflegur tilgangur var skilgreindur nokkuð þröngt í skipulagsskrá 1994 eða til listskreytinga og fegrunar á umhverfi skólans.

Stofnendur lögðu fram fé í sjóðinn og hafa síðan þá styrkt sjóðinn reglulega með álitlegum upphæðum. Aðrir, einkum afmælisárgangar stúdenta skólans, hafa einnig lagt sjóðnum lið með myndarlegum upphæðum. 

Stjórn sjóðsins skipa rektor skólans (formaður), einn fulltrúi starfsfólks, tveir fulltrúar Nemenda- og hollvinasamtaka MH og forseti NFMH hverju sinni.

Hafi brautskráðir stúdentar eða aðrir áhuga á styrkja sjóðinn er þeim bent á að hafa samband við rektor sem veitir nánari upplýsingar. 

Beneventumsjóður

Skipulagsskrá sjóðsins er handskrifuð og varðveitt í gjörðabók sjóðsins.

Síðast uppfært: 03. febrúar 2025