Starfslýsingar

Starfslýsingar MH 

Rektor 
Rektor veitir skólanum forstöðu, sbr. reglugerð nr. 1100/2007. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans.
Helstu verkefni rektors:

  • Bera ábyrgð á starfsemi skólans, menntunar- og uppeldishlutverki, þróunarstarfi innan hans, gerð skólanámskrár og innritun nemenda. 
  • Bera ábyrgð á eignum, fjárreiðum, launasetningu og öðrum rekstri skólans. 
  • Vinna með skólanefnd að gerð fjárhags- og starfsáætlana til lengri og skemmri tíma og sjá til þess að þeim sé framfylgt. 
  • Sjá um að lögum, reglugerðum, skólareglum og námskrá sé framfylgt. 
  • Ráða, að höfðu samráði við skólanefnd, starfsfólk skóla eftir því sem gildandi lög segja til um og skipta með þeim verkum. 
  • Yfirumsjón með starfi kennara og annarra starfsmanna skólans og fylgjast með því að þeir ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber. 
  • Sjá til þess að fylgst sé með því að nemendur stundi nám sitt, hlíti þeim reglum sem settar eru og njóti þeirra réttinda sem þeim ber.
  • Taka afstöðu til og úrskurða um álitamál vegna innra starfs og starfstíma skólans. 
  • Sjá um tengsl skólans út á við, m.a. við aðstandendur nemenda, aðra skóla og aðila á öðrum sviðum atvinnulífsins.
  • Vera framkvæmdastjóri skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. 
  • Vera oddviti skólaráðs. 
  • Kalla saman kennara- og starfsmannafundi.
  • Bera ábyrgð á innra mati á starfi skólans. 
  • Bera ábyrgð á að starfsemi skólans sé kynnt. 
  • Yfirumsjón með framkvæmd útskriftar.
  • Sjá til þess að fyrir liggi upplýsingar um skólastarfið og að nauðsynlegar skýrslur um það séu gerðar.  


Konrektor
 
Konrektor er staðgengill rektors og vinnur með honum við daglega stjórn skólans og rekstur.
Helstu verkefni konrektors: 

  • Yfirumsjón með gæðastarfi og sjálfsmati skólans. 
  • Yfirumsjón með námskrám skólans. 
  • Ábyrgð á kennsluskiptingu og áætlanagerð um kennslu. 
  • Ábyrgð á námsframboði. 
  • Yfirumsjón með gerð og prentun stúdentsskírteina.
  • Yfirumsjón með starfi kennara, nemenda og annarra starfsmanna skólans.
  • Yfirumsjón með innritun nemenda.
  • Yfirumsjón með kennsluaðstöðu.
  • Ráðgjöf og aðstoð í INNU.
  • Ráðgjöf til kennara vegna kennslutengdra verkefna.
  • Samráð við námstjóra og töflusmiði vegna stundataflna.
  • Móttöku nýrra starfsmanna.
  • Samskipti við ytri aðila, t.d. vegna kannana.
  • Tengiliður milli MH og listdansskólanna.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor. 


Áfangastjóri
 
Áfangastjóri er einn þriggja æðstu stjórnenda skólans.
Helstu verkefni áfangastjóra: 

  • Yfirumsjón með rekstri áfangakerfis skólans. 
  • Yfirábyrgð á að upplýsingar um nemendur séu réttar í INNU. 
  • Umsjón með fjarvistaskráningu.
  • Umsjón með námsvali nemenda í samráði við námstjóra, náms- og starfsráðgjafa skólans og umsjónarkennara.
  • Stýra mati á fyrra námi nemenda ásamt námstjórum.
  • Stundatöflugerð og stundatöflubreytingar.
  • Samráð við námstjóra og töflusmiði vegna stundataflna.
  • Umsjón með námsbrauta- og áfangalýsingum í námskrárgrunni.
  • Ábyrgð á skráningu einkunna í ferilskrá nemenda.
  • Umsjón með námsferlum stúdentsefna, stúdentseinkunnum og endurtektarprófum.
  • Tengiliður milli MH og MÍT.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor. 


Fjármálastjóri
 
Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með fjárreiðum skólans.
Helstu verkefni fjármálastjóra:

  • Gerð ársreiknings og verkefni tengd uppgjöri. 
  • Gerð árlegrar rekstraráætlunar og eftirfylgni hennar. 
  • Umsjón með launabókhaldi í samráði við rektor. 
  • Færsla bókhalds skólans og sjóða og deilda sem reknar eru á ábyrgð skólans. 
  • Afstemmingar á bankareikningum.
  • Innheimta skólagjalda og annarra tekna.
  • Aðkoma að stærri innkaupum og umsjón með útboðum/tilboðum og samningsgerð um kaup á vörum og þjónustu.
  • Ábyrgð á eignaskrá.
  • Eftirlit með fjárreiðum nemendafélags og aðstoða gjaldkera nemendafélagsins.
  • Regluleg upplýsingagjöf tengd fjármálum skólans til stjórnenda.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor. 


Skjalastjóri

Skjalastjóri ber ábyrgð á skjalamálum skólans og að skjalastjórn sé kerfisbundin, skilvirk og í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinbera aðila. 
Helstu verkefni skjalastjóra:

  • Hafa yfirumsjón með skjalamálum og skjalasafni skólans í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og reglur Þjóðskjalasafns.
  • Innleiða kerfisbundna skjalastjórn í starfsemi skólans, þ.m.t. að útbúa málalykil og skjalavistunaráætlun, geymslu- og grisjunaráætlun og viðhalda þeim.
  • Móta verklagsreglur um meðferð skjala og hafa eftirlit með að unnið sé eftir þeim.
  • Hafa umsjón með innleiðingu rafræna skjalastjórnarkerfisins GoPro, stýra aðgangi að því, notkun þess og frágangi mála í kerfinu.
  • Fræða starfsfólk, veita ráðgjöf og leiðbeina um vistun og varðveislu pappírsskjala og rafrænna skjala sem og um notkun GoPro.
  • Undirbúa og annast afhendingu skjala til Þjóðskjalasafns samkvæmt skjalavistunaráætlun skólans.
  • Vera tengiliður við Þjóðskjalasafn Íslands og Hugvit, rekstraraðila GoPro.
  • Sinna öðrum verkefnum á sviði skjalamála í samráði við stjórnendur.
  • Gegna hlutverki persónuverndarfulltrúa skólans.


Persónuverndarfulltrúi

Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 hefur Menntaskólinn við Hamrahlíð tilnefnt persónuverndarfulltrúa. 
Helstu verkefni persónuverndarfulltrúa:

  • Upplýsa starfsfólk um skyldur þeirra samkvæmt persónuverndarlögum.
  • Sinna þjálfun starfsfólks.
  • Framkvæma úttektir.
  • Halda utan um og viðhalda vinnsluskrá.
  • Veita ráðgjöf og vera til staðar komi upp álitaefni á sviði persónuverndar.
  • Taka á móti fyrirspurnum og beiðnum frá þeim einstaklingum sem verið er að vinna með upplýsingar um.
  • Vera tengiliður við Persónuvernd og vinna með henni ásamt því að fylgjast með því að farið sé að persónuverndarlögum innan Menntaskólans við Hamrahlíð.
  • Önnur verkefni er tengjast persónuvernd í samráði við stjórnendur.

Nánari upplýsingar um hlutverk persónuverndarfulltrúa með tilliti til laga og reglugerða er að finna inn á heimasíðu Persónuverndar.


IB-stallari
 
Hlutverk IB stallara er að hafa yfirumsjón með öllu sem viðkemur IB námsbraut skólans.
Helstu verkefni IB-stallara: 

  • Halda utan um nemendur brautarinnar, allt frá innritun að útskrift.
  • Vera faglegur leiðtogi kennara brautarinnar, tengiliður þeirra við IB samtökin, skipuleggja fundi, upplýsa um nýjungar og fleira. 
  • Eiga samskipti við foreldra, náms- og starfsráðgjafa, fjármálastjóra, töflusmiði og aðra sem koma að náminu.
  • Samræma kröfur/reglur MH annars vegar og IB hins vegar.
  • Sjá um kynningu á náminu út á við.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor. 


Námstjórar
 
Námstjórar eru þrír við MH. Þeir eru stjórnendur námsbrauta með ábyrgð á mismunandi fagsviðum.
Helstu verkefni námstjóra: 

  • Umsjón með skipulagningu kennslu á viðkomandi námsbrautum.
  • Leiðbeina kennurum og samhæfa störf eins og við á.
  • Vera tengiliður milli kennara sinna námsgreina/faga við stjórnendur skólans og utanaðkomandi aðila eins og við á.
  • Vera stjórnendum til samráðs um skipulag náms á viðkomandi námsbrautum.
  • Vera tengiliður fyrir viðkomandi námsbrautir.
  • Aðstoða og leiðbeina nemendum og kennurum um val og skipulag náms.
  • Vinna ásamt töflusmiðum og stjórnendum að breytingum á töflum nemenda eftir því sem við á.
  • Mat á fyrra námi nemenda í samráði við áfangastjóra.
  • Þróun og viðhald námsbrautalýsinga.
  • Kennsluskipting í samráði við stjórnendur og fagstjóra.
  • Eftirlit með mætingu nemenda eins og við á.
  • Skipuleggja og ákveða forfallakennslu í faggrein í samráði við stjórnendur.
  • Vera rektor til ráðgjafar í ráðningarmálum í samvinnu við fagstjóra.
  • Viðhalda upplýsingum í viðkomandi greinum á heimasíðunni.
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur. 


Deildarstjóri fjölnámsbrautar (áður sérnámsbrautar): 
Fjölnámsbraut er fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Brautin er hluti af skólaheildinni og geta nemendur sótt nám á öðrum brautum í einstökum fögum þar sem því verður við komið. Deildarstjóri ber ábyrgð á skipulagi og kennslu brautarinnar. 
Helstu verkefni deildarstjóra fjölnámsbrautar:

  • Bera ábyrgð á skipulagi, kennslu og innra starfi brautarinnar.
  • Sjá um stundatöflugerð í samvinnu við kennara og áfangastjóra.
  • Vera í samstarfi við stjórnendur skólans og aðra starfsmenn, nemendur, foreldra/forsjáraðila og utanaðkomandi aðila eins og við á.
  • Sjá um samskipti við Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Menntamálastofnun.
  • Leggja fram fjárhagsáætlun fyrir brautina til fjármálastjóra.
  • Hafa umsjón með innkaupum fyrir brautina.
  • Skipuleggja og ákveða forfallakennslu á brautinni í samráði við stjórnendur.
  • Taka þátt í og bera ábyrgð á vali á almennum áföngum í samráði við nemendur og foreldra/forsjáraðila.
  • Hafa umsjón með móttöku gesta, s.s. nemenda og kennara frá öðrum skólum.
  • Bera ábyrgð á skráningu mætinga/fjarveru nemenda sinna.
  • Hafa umsjón með inntöku nýrra nemenda í samvinnu við skólastjórnendur.
  • Sjá um upplýsingastreymi, m.a. til foreldra/forsjáraðila og starfsmanna skólans.
  • Vera rektor til ráðgjafar í ráðningarmálum brautarinnar.
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur.


Umsjónarkennari á fjölnámsbraut
Starfslýsing kennara byggir á 7. gr. reglugerðar nr. 1100/2007.
Helstu verkefni umsjónarkennara á fjölnámsbraut:

  • Bera ábyrgð á kennslu, undirbúningi kennslu og námsmati í kennslugreinum sínum.
  • Vera í samstarfi við deildarstjóra brautarinnar, aðra starfsmenn skólans, nemendur, foreldra/forsjáraðila og utanaðkomandi aðila eins og við á.
  • Fylgjast með skólagöngu nemenda sinna og veita aðstoð og leiðsögn um hvaðeina sem viðkemur námi þeirra og gengi í skólanum.
  • Skrá fjarvistir nemenda sinna.
  • Fylgjast með ástundun nemenda og verkefnaskilum.
  • Aðstoða nemendur við námsval, sjá til þess að allir velji og fara yfir valið.
  • Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra.


Forstöðumaður námsvers
Helstu verkefni forstöðumanns námsvers eru:

  • Stýra og bera ábyrgð á námsveri skólans í samvinnu við stjórnendur.
  • Hafa yfirsýn með framvindu nemenda sem sækja námsver.
  • Sjá um að starfsemin sé mönnuð og að útdeila verkefnum á kennara.
  • Vera í samstarfi við aðra í stoðþjónustu skólans um úrræði fyrir nemendur sem sækja námsver.
  • Halda starfseminni sýnilegri með kynningum fyrir kennaranema, nýnema og gesti sem sumir eru erlendir.
  • Sjá um tengingu út á við eftir þörfum, t.d. við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Þjónustumiðstöð blindra og sjónskertra.
  • Taka þátt í samvinnu við fræðasamfélagið og fólk í svipuðum störfum, fundarseta, ráðgjöf, sækja ráðstefnur og halda fyrirlestra.
  • Skrifa ársskýrslu um starfsemi námsvers.


Fagstjórar
 
Fagstjórar eru faglegir leiðtogar í sínum greinum/fögum. 
Helstu verkefni fagstjóra: 

  • Fagleg ábyrgð á námsgrein/fagi.
  • Fagleg forysta og skipulagning á starfi viðkomandi námsgreinar.
  • Umsjón með gerð og samræmingu námsáætlana og kennslu.
  • Samskipti við bókasafn og bókaútgefendur/bókaverslanir vegna kennsluefnis og kennslubóka.
  • Yfirumsjón og ráðgjöf með prófasamningu og yfirferð prófa.
  • Skipulag áfangaframboðs í samvinnu við námstjóra.
  • Vinna kennsluskiptingu í samvinnu við stjórnendur eins og við á.
  • Fundir með stjórnendum/námstjórum um málefni námsgreinar/skólans.
  • Forysta í innkaupum fyrir viðkomandi námsgrein/fag.
  • Taka á móti nýjum kennurum og veita þeim ráðgjöf.
  • Skipuleggja og halda fundi með kennurum námsgreinar og vera tengiliður þeirra við stjórnendur.
  • Leggja fram fjárhagsáætlun til fjármálastjóra fyrir viðkomandi námsgrein/fag.
  • Samstarf við námstjóra/stjórnendur vegna P- og U-nema.
  • Sjá um verðlaun útskriftarnemenda í viðkomandi námsgrein/fagi.
  • Vinna að kynningu og þróun námsgreinar og sækja fundi og ráðstefnur þar sem fjallað er um nýbreytni í námsgrein/fagi.
  • Samráð við námstjóra um forfallakennslu í faggrein.
  • Vera rektor til ráðgjafar í ráðningarmálum í samvinnu við námstjóra.
  • Önnur verkefni sem tengjast námsgrein/fagi í samráði við rektor og aðra stjórnendur. 


Kennarar
 
Starfslýsing kennara byggir á 7. gr. reglugerðar 1100/2007. 
Kennarar annast, taka þátt í og bera ábyrgð á eftirfarandi: 

  • Kennslu, undirbúningi kennslu, námsmati og faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum, skv. markmiðum skóla- og aðalnámskrár.  
  • Gerð kennsluáætlana og prófa í samstarfi við aðra kennara.  
  • Að viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar. 
  • Skráningu fjarvista nemenda sinna. 
  • Öðru samstarfi vegna starfs síns skv. markmiðum skóla og aðalnámskrár. 
  • Almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár.
  • Að hafa viðtalstíma fyrir nemendur sína og forsjáraðila þeirra. 
  • Að sitja a.m.k. einn fund á ári/önn með forsjáraðilum ólögráða nemenda sinna.
  • Kennari situr kennarafundi sem boðaðir eru skv. reglugerð um kennarafundi. 


Náms- og starfsráðgjafar
 
Starfslýsing náms- og starfsráðgjafa byggir á 7. gr. reglugerðar 1100/2007. 
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa:  

  • Ráðgjöf við námsval.
  • Ráðgjöf um námstækni, námsaðferðir, áætlanagerð og skipulagningu tíma.  
  • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur við nemendur.  
  • Leiðsögn og fræðsla um lífsstíl og venjur sem auka einbeitingu og úthald.  
  • Könnun og greining á áhugasviði nemanda.  
  • Umsjón með skólakynningum.  
  • Samstarf við annað starfsfólk stoðþjónustu MH og kennara.  
  • Önnur verkefni í samráði við rektor. 


Sálfræðingur 

Helstu verkefni sálfræðings: 

  • Ráðgjöf og fræðsla til starfsfólks vegna mála sem tengjast persónulegri líðan nemenda. 
  • Ráðgjöf og fræðsla til nemenda vegna mála sem tengjast þeirra persónulegu líðan. 
  • Umsjón með Skólapúlsinum. 
  • Koma inn í kennslu með fræðslu, t.d. í lífsleikni nýnema og útskriftarnema.
  • Samstarf við náms- og starfsráðgjafa vegna mála sem tengjast nemendum.
  • Veita upplýsingar um sálfræðiþjónustu skólans.
  • Vera á kynningarfundum sem tengjast starfi skólans, t.d. á foreldrafundum.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor.


Forstöðumaður bókasafns
 
Starfslýsing forstöðumanns bókasafns byggir á 7. gr. reglugerðar 1100/2007.  
Helstu verkefni forstöðumanns bókasafns: 

  • Bera ábyrgð á daglegum rekstri bókasafnsins.
  • Gera áætlanir um starfsemi safnsins og hafa umsjón með daglegum rekstri þess, bóka- og gagnakosti svo og tækjum og lestrarsölum.
  • Annast skráningu safnsins og sjá um að halda henni við.
  • Annast val og innkaup bóka og annarra gagna til safnsins í  samræmi við innkaupastefnu safnsins  í umboði rektors.
  • Leiðbeina nemendum og kennurum um notkun safnsins og aðstoða við upplýsingaöflun.
  • Kynna starfsemi safnsins innan skólans.
  • Fylgjast með nýjungum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða.
  • Kynna nýjungar í starfsemi bókasafnsins innan skólans.
  • Skila skýrslu til skólameistara um starfsemi safnsins í lok skólaárs.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor.


Bókasafns- og upplýsingafræðingur 
 Helstu verkefni bókasafns- og upplýsingafræðings:

  • Vera staðgengill forstöðumanns.
  • Annast  skráningu safnsins og sjá um að halda henni við í samráði við forstöðumann safnsins.
  • Annast val og innkaup bóka og annarra gagna til safnsins í  samræmi við innkaupastefnu safnsins. 
  • Hafa umsjón með bóka- og gagnakosti, tækjum, búnaði og húsnæði bókasafnsins ásamt forstöðumanni.
  • Leiðbeina nemendum og kennurum um notkun safnsins og aðstoða við upplýsingaöflun.
  • Kynna starfsemi safnsins og annast safnkynningar í samráði við forstöðumann safnsins.
  • Fylgjast með nýjungum á sviði upplýsingafræða.
  • Kynna nýjungar í starfsemi bókasafnsins.
  • Önnur verkefni í samráði við forstöðumann.


Félagsmála- og forvarnafulltrúi

Helstu verkefni félagsmála- og forvarnafulltrúa: 

  • Vera nemendum til ráðgjafar um félagsstörf á vegum nemendafélags MH, NFMH.
  • Skipuleggja umsjón og eftirlit með viðburðum nemenda skólans.
  • Fara yfir umsóknir nemenda vegna viðburða og samkoma NFMH.
  • Sitja skólastjórnarfundi þar sem farið er yfir starf NFMH og hagsmunamál nemenda.
  • Vera nemendum til ráðgjafar og fylgjast með útgáfustarfsemi á vegum NFMH.
  • Vera tengiliður milli nemenda og stjórnenda skólans.
  • Vera talsmaður forvarnastefnu skólans og fylgja henni eftir í samráði við stjórnendur og stoðþjónustu.
  • Samhæfa forvarnafræðslu fyrir nemendur og starfsfólk,
  • Aðstoða nemendur sem vilja hætta neyslu og styðja nemendur sem hafa valið sér líf án áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.
  • Vera til viðtals fyrir nemendur, starfsfólk og þá sem skólanum tengjast,
  • Vera í samstarfi við foreldraráð.
  • Vera tengiliður Heilsueflandi framhaldsskóla.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor.


Kerfisstjóri
Kerfisstjóri hefur yfirumsjón með tölvukosti og -kerfum skólans.
Helstu verkefni kerfisstjóra eru:

  • Daglegur rekstur á tölvukerfum skólans. 
  • Umsjón með hugbúnaði og tölvukerfum skólans.
  • Umsjón með öryggismálum tölvukerfa.
  • Árleg áætlanagerð um endurnýjun vél- og hugbúnaðar.
  • Tæknileg aðstoð við starfsfólk og nemendur.
  • Innkaup tækja, vél- og hugbúnaðar.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor. 


Tæknistjóri og starfsmaður tölvuþjónustu 
Helstu verkefni tæknistjóra:

  • Daglegur rekstur almenns tækjabúnaðar skólans. 
  • Tæknileg aðstoð við starfsfólk og nemendur. 
  • Umsjón með ljósritunarvélum og símkerfi.
  • Aðstoð við kerfisstjóra.
  • Innkaup tækjabúnaðar í samráði við stjórnendur.
  • Uppsetning og viðhald tækja- og tölvubúnaðar eins og við á.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor.


Umsjónarmaður fasteigna 
Helstu verkefni umsjónarmanns fasteigna:

  • Umsjón með húsnæði og lóð skólans. 
  • Ábyrgð á öryggismálum og eftirlit með húsnæði skólans. 
  • Gerð tillagna um viðhald og breytingar á húsnæði. 
  • Samskipti við Fasteignir ríkisins.
  • Innkaup eins og við á.
  • Umsjón með lóð skólans og tryggja öryggi þeirra sem um hana fara, t.d. salta, ryðja eða sanda.
  • Umsjón með hússtjórnarkerfi eins og við á.
  • Útköll eins og við á vegna húsnæðis skólans.
  • Uppröðun húsgagna og meta ástand og viðhaldsþörf þeirra.
  • Önnur verkefni í samráði við rektor. 


Fulltrúi á skrifstofu 
Helstu verkefni fulltrúa á skrifstofu:

  • Almenn móttaka nemenda, starfsmanna og gesta.
  • Upplýsingagjöf.
  • Svara tölvupósti og símtölum.
  • Gefa út vottorð um skólavist og einkunnaferla.
  • Forfallaskráning.
  • Umsjón og útleiga skápa til nemenda.
  • Umsjón með upplýsingaskjá.
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur. 


Fulltrúi á skrifstofu / gjaldkeri / ræstingastjóri 
Auk verkefna fulltrúa á skrifstofu eru helstu verkefni gjaldkera og ræstingastjóra:

  • Innkaup á rekstrarvörum fyrir skrifstofu og ræstingar. 
  • Móttaka, flokkun, samþykki og uppáskrift reikninga. 
  • Greiða reikninga. 
  • Eignaskráning. 
  • Bókhald mötuneytis starfsmanna.
  • Umsjón og skipulag ræstinga.
  • Samskipti við starfsmenn sem sjá um ræstingu.
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur. 


Matreiðslumaður í mötuneyti starfsmanna
Helstu verkefni matreiðslumanns:

  • Umsjón með rekstri mötuneytis starfsmanna.
  • Útbúa matseðla fyrir hverja viku.
  • Sjá um innkaup á hráefni og annast eftirlit með kostnaði.
  • Bera ábyrgð á að mötuneytið bjóði upp á hollan, góðan og næringarríkan mat í anda heilsueflandi framhaldsskóla.
  • Sjá um veitingar fyrir sérstaka viðburði, t.d. skólanefndarfundi, opið hús, o.fl.
  • Bera ábyrgð á heilbrigði og umhverfi mötuneytis.
  • Hafa umsjón með tækjum og búnaði í eldhúsi.
  • Fylgjast með búnaði og áhöldum í eldhúsi/mötuneyti og sjá um endurnýjun og innkaup þegar þörf er á.
  • Umsjón með skráningu á hitastigi kæla.
  • Skipuleggja samstarf við aðstoðarmann/menn.
  • Sinna öðrum verkefnum í samráði við skólastjórnendur.


Aðstoð í mötuneyti starfsfólks
Helstu verkefni:

  • Aðstoða við gerð og framreiðslu matar.
  • Annast frágang og tiltekt í mötuneyti.
  • Þrif og skráning á þrifum í eldhúsi.
  • Sinna öðrum verkefnum í samráði við næsta yfirmann.


Prófstjóri 

Prófstjóri ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd lokaprófa.
Helstu verkefni prófstjóra: 

  • Gerð próftöflu nemenda. 
  • Kynning á próftöflu. 
  • Gerð yfirsetutöflu kennara.
  • Taka á móti séróskum og tilfærslum nemenda vegna lokaprófa.
  • Samráð og samvinna við stjórnendur og kennara um tilhögun prófa.
  • Önnur verkefni sem tengjast skipulagi og framkvæmd prófa á prófatímabili, svo sem mál sem tengjast:
    • uppsetningu fyrir próf og skipulagningu hvers prófdags.
    • agamálum sem upp koma (í samráði við rektor).
    • veikindum nemenda (í samráði við náms- og starfsráðgjafa). 


Töflusmiður
Töflusmiðir sjá um töflugerð í samráði við námstjóra, IB-stallara, fagstjóra og stjórnendur.  Vinna töflusmiðs fer fram utan hefðbundins kennslutíma. 
Helstu verkefni töflusmiðs:

  • Taka á móti töfluóskum kennara samþykktum af rektor.
  • Skrá kennsluskiptingu í kennslukerfið.
  • Búa til stundatöflur fyrir IB-nemendur og fara yfir með IB stallara.
  • Búa til stundatöflur fyrir kennara.
  • Búa til stundatöflur fyrir aðra nemendur.
  • Bera ábyrgð á töflubreytingum áður en kennsla hefst.
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur er tengjast töflugerð.


Innu-tengill í Náms-Innu 
Kennarar eru hvattir til að ræða saman um Innu og leiðbeina og aðstoða hvert annað við notkun hennar. Ýmsa hjálp er einnig að finna undir hnappnum Aðstoð í Innu. 
Helstu verkefni Innu-tengils: 

  • Vera kennurum innan handar við notkun Innu – leiðbeina nýjum kennurum og rifja upp með þeim eldri. 
  • Kynna nýjungar í Innu.
  • Vera með málstofu eða vinnustofu um Innu með kennurum til að rifja upp hvernig ýmislegt er gert í Innu.
  • Fylgjast með Innu-þræðinum á TEAMS og leita lausna á vandamálum sem eru rædd þar.
  • Setja texta á TEAMS um Innu-vandamál sem rædd eru og þar með kanna innan kennarahópsins hvort einhverjir kunni lausn á þeim.
  • Taka á móti vandamálum sem kennarar lenda í og reyna að finna lausnir á þeim.
  • Koma skilaboðum til Advania ef villur koma upp við notkun Innu.
  • Koma ábendingum um það sem betur má fara í Innu til Advania. 
  • Önnur verkefni sem gætu komið upp á tengd Innu.


Aðstoðarmaður á bókasafni
Skilyrði fyrir starfinu er að starfsmaðurinn sé skráður nemandi í skólanum og sé búinn að ljúka a.m.k. einni önn. 
Helstu verkefni aðstoðarmanns:

  • Almenn afgreiðsla s.s. að sjá um útlán og skil á bókum, tækjum og öllu því sem lánað er frá safninu.
  • Raða í hillur og ganga frá þeim gögnum sem eru í notkun.
  • Tiltekt og þrif á borðum og stólum þegar þörf er á.
  • Þeir sem vinna til kl. 18 sjá um frágang í lok dags. Raða stólum og strjúka af borðum. Slökkva á tölvum og ljósum.


Ræstitæknir
Ræstitæknar bera ábyrgð á að þrífa skólahúsnæðið. Skólanum er skipt í nokkur svæði og hver ræstitæknir er ábyrgur fyrir því svæði sem honum er úthlutað. Ræstitæknar fá aðgang að viðeigandi búnaði og tækjum og ber að skila þeim á réttan stað að notkun lokinni. Lögð er áhersla á að vel sé gengið um ræstingarbúnað, vagna og ræstiklefa. 
Helstu verkefni ræstitækna:

  • Þurrka af borðum, hillum, gluggakistum og öðru eftir því sem við á.
  • Þrífa töflur og töflurennur í skólastofum.
  • Blaut- eða þurrmoppa gólf eftir því sem við á.
  • Þrífa salerni og vaska með viðeigandi búnaði.
  • Loftræsta vistarverur á meðan þrifið er og loka gluggum áður en dyrum er læst.


Jafnréttisnefnd
Við skólann starfar jafnréttisnefnd sem valið er í úr hópi starfsfólks eftir auglýsingu. Ákjósanlegt er að nefndin sé skipuð þremur einstaklingum af sem flestum kynjum.
Helstu verkefni jafnréttisnefndar:

  • Vinna að stefnumótun í jafnréttismálum í samráði við stjórnendur skólans
  • Viðhalda og endurskoða jafnréttisáætlun skólans reglulega
  • Fylgja eftir verkefnum ábyrgðaraðila í aðgerðaáætlun jafnréttisáætlunar
  • Framkvæma aðgerðir í aðgerðaáætlun sem eru á ábyrgð nefndarinnar
  • Hafa frumkvæði að því að mikilvæg jafnréttismál fái umfjöllun í skólasamfélaginu og standa fyrir fræðslu um jafnréttismál fyrir starfsfólk
  • Vinna með NFMH og öðrum félögum nemenda og veita þeim ráðgjöf á sviði jafnréttismála
  • Gera grein fyrir stöðu jafnréttismála í sjálfsmatsskýrslu skólans sem birt er árlega á heimasíðu skólans
  • Vinna að öðrum verkefnum á sviði jafnréttismála í samráði við rektor.

 

Umhverfisnefnd
Við skólann starfar umhverfisnefnd sem valin er í úr hópi starfsfólks eftir auglýsingu. Ákjósanlegt er að nefndin sé skipuð þremur einstaklingum af sem flestum kynjum. 
Helstu verkefni umhverfisnefndar:

  • Vinna að stefnumótun í umhverfismálum í samráði við stjórnendur skólans m.a. með því að viðhalda og endurskoða umhverfis- og loftslagsstefnu skólans í samvinnu við teymi Grænna skrefa.
  • Fylgja eftir verkefnum ábyrgðaraðila í aðgerðaáætlun lofslagstefnunnar. 
  • Hafa frumkvæði að því að umhverfismál fái umfjöllun í skólasamfélaginu og standa fyrir fræðslu um umhverfismál fyrir starfsfólk.
  • Vinna með NFMH og öðrum félögum nemenda og veita þeim ráðgjöf á sviði umhverfismála.
  • Vinna með teymi Grænna skrefa í að viðhalda grænum skrefum í skólastarfinu.
  • Gera grein fyrir stöðu umhverfsmála í sjálfsmatsskýrslu skólans sem birt er árlega á heimasíðu skólans .
  • Vinna að öðrum verkefnum á sviði umhverfismála í samráði við rektor .
Síðast uppfært: 10. maí 2024