Eftirfarandi reglur gilda um námsframvindu í kenndum áföngum skólans:
Lágmarkseinkunn
Lágmarkseinkunn í áfanga er 5. Þó er heimilt að ljúka áfanga sem ekki er undanfari annars áfanga með einkunninni 4 en þá telst áfanginn ekki með til eininga. Einkunnin 4 má í hæsta lagi vera í tveimur áföngum samtals í námsferli.
ATH önnur skilyrði geta gilt um stöðupróf / stöðumat.
Viðmið í stöðuprófum sem hafa verið í sænsku og norsku eru önnur.
Lágmarkseiningar
Nemandi skal ljúka 16 einingum hið minnsta á hverri önn nema um lokaönn til stúdentsprófs sé að ræða. Ef nemandi nær 16 einingum eða minna þá fær hann ekki að taka fleiri en 26 einingar önnina á eftir.
Námsmatsstefna MH
Síðurnar í dálki hér til hægri innihalda nánari upplýsingar um allt sem tengist námsframvindu: Námstíma og -hraða, reglur um fall og endurnýjun skólavistar, val og mat á öðru námi og sérstakar síður eru með rafrænum umsóknareyðublöðum fyrir P-áfanga og undanþágur frá undanfara.