Markmið safnsins er að þjónusta nemendur, kennara og aðra starfsmenn skólans.
Bókasafn skóla er miðstöð þekkingar í skólanum. Þar er safnað þekkingu og upplýsingum í margvíslegu formi, upplýsingarnar eru skipulagðar og þeim miðlað til notenda.
Bókasafnið er stuðningur við allar kennslugreinar og þar er aðgangur að sérfræðingum sem kenna upplýsingaleit og aðstoða nemendur við að finna þær heimildir sem þeir þurfa vegna verkefna. Þetta geta verið heimildir af ýmsu tagi, prentaðar, í gagnasöfnum og á netinu.
Markmiðið er að nemendur verði upplýsingalæsir, þ.e. færir um að greina þörfina fyrir upplýsingar, finna upplýsingarnar, meta þær og vinna úr þeim á skilmerkilegan hátt.