Nám til stúdentsprófs við Menntaskólann við Hamrahlíð er 205-215 einingar.
Nemendur geta ráðið þó nokkru um námshraðann og lagað hann að hæfileikum sínum og aðstæðum. Með góðu skipulagi geta nemendur lokið prófi á þremur árum en hluti nemenda kýs að ljúka námi á 3,5 árum.
Meginregla er að nemendur séu ekki með fleiri en sjö 5 eininga áfanga í stundatöflu hverju sinni.
Til þess að geta valið fleiri áfanga í einu þarf nemandi að uppfylla ákveðin skilyrði um fyrri námsárangur. Séu þau skilyrði fyrir hendi getur verið möguleiki á:
a) hraðferðaráföngum þar sem námsefnið er kennt á færri tímum í töflu en venjulega,
b) að stunda nám í áfanga þar sem nemandinn er undanþeginn skólasókn (P-áfangi),
c) að bæta áfanga í töflu að lokinni stundatöflugerð.