Nemendum getur gefist kostur á svonefndum P–áföngum, þ.e. áföngum sem þreytt er próf í án þess að sækja reglulega kennslu. Ekki er boðið upp á P-nám í hvaða áfanga sem er og veita námstjórar upplýsingar um það.
Fyrir slíku námi eru eftirfarandi skilyrði:
1) Nemandi, sem á síðastliðinni önn hefur hlotið einkunnina 8, 9 eða 10 í að minnsta kosti 15 einingum að frádregnum falleiningum (einkunnum F, H, 1, 2 og 3), getur sótt um leyfi til að stunda nám í P–áföngum.
EÐA
2) Nemandi sem stundar nám á síðustu (á ólokið í mesta lagi 40 ein.) eða næstsíðustu önn (á ólokið í mesta lagi 75 ein.) getur einnig sótt um slíkt leyfi. Leyfið takmarkast við einn áfanga á næstsíðustu önn og tvo á síðustu önn nemandans í skólanum.
Athugið:
- Allt P–nám er háð samþykki fagstjóra í viðkomandi grein og stjórnenda.
- Deildir hafna eða heimila P-nám á faglegum forsendum.
- Samþykktir P-áfangar birtast í Innu.
- P-nemendur skulu hafa samband við fagstjóra/kennara strax í upphafi annar og standa skil á verkefnum á sama tíma og aðrir nemendur. Þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar um skilyrði til P-náms.
Umsókn um P-áfanga á að skila á staðfestingardegi þegar niðurstöður prófa liggja fyrir. Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu skólans þegar opið er fyrir umsóknir. Athugið að ef umsókn er gerð eftir staðfestingardag þá þarf að fylgja umsókninni eftir með pósti til námstjóra í viðkomandi grein.