Mat á námi úr framhaldsskólum
Ef nemandi kemur í MH úr öðrum skóla sem starfar skv. aðalnámskrá framhaldsskóla halda þeir áfangar gildi sínu sem nemandinn hefur lokið með fullnægjandi árangri í samræmi við námskrá MH. Áfangar og nám sem fellur utan brautarinnar getur verið metið að því marki sem valgreinakvóti brautarinnar leyfir.
Nám sem metið er annars staðar frá er auðkennt með stjörnu (*) og M á útskriftarskírteinum skólans.
Um námsmat sjá áfangastjóri og námstjórar.
Nánar um mat á námi utan MH.
Mat á einingum í tónlist
Ef nemandi hefur lokið einingum í tónlist á framhaldsstigi er unnt að fá þær einingar metnar innan vissra marka.
Nánar um mat á einingum í tónlist.
Mat á landsliðsverkefnum
Nemendur sem hafa keppt eða keppa fyrir landslið Íslands (yngri- og eldri flokka landslið) geta sótt um að fá landsliðsverkefni metin til eininga. Hver eining felur í sér 18-24 klukkustunda vinnu.
Aðeins er hægt að sækja um mat á verkefnum sem hafa verið unnin á viðkomandi almanaksári. Mögulegt er að fá að hámarki 4 einingar metnar fyrir landsliðsverkefni.
Nánari upplýsingar um umsókn um mat á landsliðsverkefni.
Einingar úr listdansi færðar yfir á aðrar brautir
Nemandi getur notað listdanseiningar sem frjálst val á öllum öðrum brautum.