Prentarar, ljósritun og fleiri tæki
Nemendur geta notað tölvur bókasafnsins til að senda gögn til prentunar á prentara sem eru staðsettir á bókasafni og á Miðgarði.
Nemendur hafa einnig aðgang að litaprentara og ljósritunarvél á bókasafninu.
Allir nemendur fá 100 blaða prentkvóta á hverri önn.
Í innanhúsláni bjóðum við einnig upp á reiknivélar, heyrnartól, myndavélar, hljóðnema, spil, hringfara (sirkla), reglustikur, gráðuboga, liti, skæri og fleira sem nemendur gætu þurft á að halda.
Hægt er að hlaða síma og spjaldtölvur á safninu.
Síðast uppfært: 05. maí 2023