Heilsueflandi MH
Menntaskólinn við Hamrahlíð er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.
Heilsueflandi framhaldsskóli er heildræn stefna í forvarna- og heilsueflingarmálum sem gerir framhaldsskólum kleift að marka sér skýra stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum. Verkefnið hefur verið þróað í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, undir formerkjum HoFF samstarfsins, en það er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Lýðheilsustöðvar, Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema (HÍF).
Heilsuefling er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsmanna og nemenda skólans. Markmiðið er að bæta heilsu og líðan starfsmanna og nemenda skólans. Allir eru hvattir til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi bættrar heilsu og líðanar. Heilsustefnunni er ætlað að hafa áhrif á daglegt líf í skólanum og stuðla þannig að betri líðan, bættri heilbrigðisvitund og auknum árangri í námi og starfi.
Áhersluþættir heilsustefnunnar eru: næring, hreyfing, geðrækt og lífsstíll.
Nánari lýsing á markmiðum hvers þáttar og leiðum að þeim
Áhersluatriði fyrri ára
Nýtt merki heilsueflandi framhaldsskóla