IB-braut

MH er aðildarskóli að IBO (International Baccalaureate Organisation), alþjóðasamtökum 5000 skóla í yfir 140 löndum. Skólinn býður upp á IB-nám, krefjandi bóklegt nám sem lýkur með samræmdu prófi. Það veitir svipuð réttindi til framhaldsnáms og íslenska stúdentsprófið þótt það sé í ýmsu frábrugðið. Námið tekur tvö ár að loknu undirbúningsári í framhaldsskóla og er kennt og prófað að mestu á ensku. Námið er skipulagt í áföngum og öðrum nemendum MH býðst að sækja staka IB-áfanga og fá þá metna inn í hefðbundið stúdentspróf. Sjá nánar undir IB STUDIES.

Síðast uppfært: 24. janúar 2023