SAGA3CA05 - Saga Mið-Austurlanda

Stutt lýsing á efni áfangans:

Umfjöllunarefnið í þessum áfanga eru Mið-Austurlönd og verður staðan þar skoðuð út frá bæði sögulegum sem og ýmsum öðrum sjónarmiðum. Áherslan er á sögu 19 og 20 aldar.

Mið-Austurlönd eru og hafa verið mikið í umfjöllun fjölmiðla um allan heim síðustu árin. Vandræðin þar virðast vera endalaus og óleysanleg, samfélög í upplausn og andúðin í garð Bandaríkjanna og vestrænnar menningar er sú mynd sem er dreginn upp af svæðinu. Niðurstaðan virðist þannig alltaf vera sú að samband þessara ólíku menningarheima geti einungis verið gagnkvæmt hatur, ofbeldi og vantraust. En er það svo?

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Landamæri og þróun þjóðernishyggju á 19 og 20 öld í skugga heimsvaldastefnu Evrópuríkja, hnignun Ottómanveldis, áhrif fyrri og seinni heimsstyrjalda, olía, Ataturk og Nasser, deila Ísraela og Palestínumanna, slæðan og staða kvenna, frelsishreyfingar og hryðjuverkahópar, mannréttindabarátta, byltingar og átök líðandi stundar.

Námsmat:

Ritgerð, tímapróf og ýmis verkefni.