Fréttir og tilkynningar

Misskilningur í skipulagsmálum

01.04.2025
Nemendur í myndlist hafa verið að skella sér á myndlistasýningar úti í bæ. Í síðustu viku fóru þau á listasýninguna  "Misskilningur í skipulagsmálum" í Kling og Band og nutu sýningarinnar.

Þýskir gestir

29.03.2025
Í vikunni voru þýskir gestir frá Leipzig í heimsókn í MH. Nemendur og kennarar í þýsku tóku vel á móti þeim og unnu þau saman alla vikuna að því að mynda tengsl og kynnast og nýta til þess tungumálakunnáttu sína en nemendurnir eru flestir komnir í fjórða áfanga í þýsku. Gestirnir fóru einnig í dagsferð um næsta nágrenni Reykjavíkur ásamt gestgjöfunum og áttu góðar stundir saman. Samvera eins og þessi gefur mikið og voru gestirnir mjög þakklátir og upplifðu hlýtt viðmót, gestrisni og áhuga allra sem lét þeim líða vel í heimsókninni. Það er hvetjandi fyrir MH-ingana og stefna þau á að heimsækja þau seinna og halda áfram að nýta sér þær dyr sem opnast með góðri tungumálaþekkingu.

MH-ingar í þýskuþraut

28.03.2025
Í dag var verðlaunaafhending í þýskuþrautinni þar sem tveir MH-ingar fengu verðlaun fyrir þriðja og fimmta sæti. MH-ingar hreppnu einni annað og þriðja sæti í stuttmyndakeppni og aukaverðlaun dómnefndar fyrir framúrskarandi teiknimynd sem verið var að veita í fyrsta skipti. Herzliche Glückwünsche

MH sigraði í Gettu betur

27.03.2025
Liðið okkar, Menntaskólans við Hamrahlíð, sigraði Menntaskólann á Akureyri í úrslitakeppni Gettu betur í Háskólabíó í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem MH hlýtur Hljóðnemann og í þriðja skipti sem skólinn sigrar keppnina. Við erum ótrúlega stolt af öllum hópnum sem stendur að baki liðinu og óskum ykkur öllum innilega til hamingju.

Shayan á leið í ólympíukeppni í líffræði 2025

27.03.2025
Tuttugu mjög efnilegir framhaldsskólanenemar tóku þátt í úrslitum landskeppni framhaldsskólanna í líffræði. 

Marserum saman

26.03.2025
Í hádeginu tóku MH-ingar þátt í átaki UN Women á Íslandi, March Forward, heimsherferð í þágu jafnréttis. MH-ingar mættu á Matgarð og gengu nokkur skref afturábak, stoppuðu svo og gengu svo rösklega áfram.

Framúrskarandi árangur Flóka

19.03.2025
Fremsti taekwondomaður Reykjavíkur og besti bardagaunglingur landsins, Guðmundur Flóki Sigurjónsson, skrifaði nýverið undir afrekssamning við Taekwondosamband Íslands þar sem stefnan er sett á Ólympíuleikana 2028.

Fylgdu okkur á Instagram @menntaskolinn_hamrahlid