Fréttir og tilkynningar

Valviku lýkur í dag

14.10.2024
Í dag er síðasti dagur til að setja inn val fyrir vorönn. Allar upplýsingar um valið má finna á heimasíðunni undir "Valvika".

Gestir í heimsókn

07.10.2024
Í dag og næstu daga mun samfélagslögreglan vera í heimsókn í MH og heimsækja alla lífsleiknihópa nýnema. Lögreglan mun auk þess vera á rölti í frímínútum og ræða við aðra nemendur sem vilja heyra í þeim og ræða málin.

Valið hefst í dag

04.10.2024
Opnaðu hefur verið val nemenda fyrir næstu önn. Af því tilefni er valkynning á sal milli 10 og 13 í dag þar sem nemendur geta komið og skoðað og kynnt sér áfangaframboð næstu annar. Það er úr vöndu að ráða og hvetjum við nemendur til að koma og skoða og ræða við kennara og samnemendur um námið og hvað skal læra. Valinu lýkur mánudaginn 14. október.

MH-ingar í Sainte-foy-la-Grande

27.09.2024
Fréttir hafa borist frá MH-ingunum sem eru á faraldsfæti í Frakklandi ásamt Sigríði Önnu frönskukennara. Þau taka þátt í Erasmus-verkefni og eru stödd í bænum Sainte-foy-la-Grande. Allt hefur gengið vel, þau hafa fengið góðar móttökur í skólanum og svo sýndi borgarstjórinn þeim ráðhúsið. 

Töfrateningar

27.09.2024
Helgina 16. og 17. september fór Íslandsmótið í töfrateningum fram í MH þar sem útskrifaðir MH-ingar voru meðal mótshaldara. Alls kepptu 42 þátttakendur á mótinu en keppt var í 15 mismunandi greinum. Óskar Pétursson stóð uppi sem sigurvegari í hefðbundna 3x3 kubbnum en hann leysti kubbinn að meðaltali á 8,48 sekúndum. Ótrúleg leikni þarna á ferð.

Tungumál í þágu friðar

26.09.2024
Á Miðgarði má finna friðar- og kærleiksregnboga þar sem nemendur skrifa friðar- og kærleiksorð á hinum ýmsu tungumálum. Þetta er gert í tilefni evrópska tungumáladagsins sem haldinn er í dag og er slagorð dagsins "Tungumál í þágu friðar". Í MH eru kennd 10 erlend tungumál þessa önnina og nemendur skólans eru af yfir 30 þjóðernum. Það verður fallegt að sjá orðin birtast smám saman á regnboganum yfir daginn og áskorun að læra nokkur ný og falleg orð.

Njáluferð

25.09.2024
Nemendur í ÍSLE3CC05 lögðu upp í langferð í morgun og var stefnan tekin á Njáluslóðir. Gaman að fá gott ferðaveður og munu þau væntanlega njóta þess að vera úti og fræðast um gang sögunnar. Frést hefur af þeim við Gunnarsstein og vonum við að ferðin verði fróðleg og skemmtileg. Við eigum von á nemendum aftur heim um kl. 16.

Fylgdu okkur á Instagram @menntaskolinn_hamrahlid