EÐLI4CV05 - Yfirlits og verkefnaáfangi

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi fyrir nemendur sem lokið hafa EÐLI 3BB05.

Stutt lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum eru tekin fyrir viðfangsefni sem ekki eru tekin fyrir í öðrum eðlisfræðiáföngum innan skólans, en einnig er farið dýpra í efni sem tengist viðfangsefnum fyrri áfanga í eðlisfræði. Dæmi um viðfangsefni eru þrýstingur og straumfræði, lögmál varmafræðinnar, rafsegulfræði og skammtafræði en áfanginn er í þróun og örlítið breytilegt getur verið á milli ára hvaða viðfangsefni eru tekin fyrir.

 

Nokkur lykilhugtök áfangans:
Vökvaþrýstingur; uppdrif; straumlína; Bernoullihrif.
Bylgjufall; möguleikaþéttleiki; orkuskömmtun.

Námsmat:
Námsmat byggir á áfangaprófum yfir önnina, verklegum æfingum og heimaverkefnum.