FÉLA2BB05 - Félagsfræðikenningar og rannsóknaraðferðir
Stutt lýsing á efni áfangans:
Fjallað er um helstu kenningar í félagsfræði, aðferðafræði og frumkvöðla félagsfræðinnar. Farið er sérstaklega í samskipti, frávik, kynferði, kynþætti og stétt og skoðað hvernig mismunandi kenningar útskýra þessa þætti. Áhersla er á að nemendur skilji mismunandi sjónarhorn kenninga og þekki til mikilvægi rannsókna varðandi áðurnefnda þætti. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist dýpri skilning á félagsfræðilegum hugtökum og kenningum og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Félagsfræðilegt innsæi, megindleg og eigindleg rannsóknarhefð, kenning, Verstehen, táknræn samskipti og frávik.
Námsmat:
Tvö kaflapróf, ritgerð, verkefni.