Stutt lýsing á efni áfangans:
Fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og gerð er grein fyrir helstu kenningum í félagsfræði í tengslum við þekktar rannsóknir. Þá er skoðað hvernig ólíkar félagsfræðikenningar líta á frávik, kynferði, kynþætti, samskipti og stétt.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Félagsfræði, megindleg rannsóknarhefð, eigindleg rannsóknarhefð, félagsfræðilegt innsæi, félagsfræðikenning, Verstehen, þjóðarlíkaminn, félagslegt öryggisnet, firring, táknræn samskipt og hugrænn veruleiki.
Námsmat:
Tvö rannsóknarverkefni og lokapróf.