ÍSLE2BÚ05 - Íslenskar draugasögur

Stutt lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum verða lesnar íslenskar draugasögur frá ýmsum tímum, rýnt í sérstöðu
þeirra og hvað þær eiga sameiginlegt. Leitast verður við að skoða hvers konar
draugasögur hafa verið lífseigastar og hvers vegna.

Í áfanganum verður fjallað um þróun draugasagna og gildi þeirra fyrir íslenskt
samfélag. Skoðað verður hvað þær geta kennt okkur um trú og viðhorf fólks á
mismunandi tímum og einnig hvað það er sem skilgreinir draugagang. Hver er
munurinn á afturgöngum, uppvakningum og fylgjum?

Spurningum verður velt upp um hvort draugatrú lifi enn góðu lífi í samfélaginu og
þá hvernig. Lesnar verða klassískar íslenskar draugasögur ásamt sögnum sem eru nær okkur í
tíma. Farið verður í miðbæ Reykjavíkur og skoðaðir staðir sem geyma drungalegar
draugasögur.

Námsmat:

Námsmat verður byggt á ýmsum verkefnum, bæði skriflegum og munnlegum.
Gerð er krafa um virkni nemenda.