ÍSLE3CÐ05 - Mál og menning ungmenna
Staða áfangans: Áfanginn er valáfangi á þriðja þrepi.
Stutt lýsing á áfanganum: Í áfanganum verður farið yfir hugtakið unglingamál. Af hverju tala unglingar öðru vísi en eldra fólk? Tilraun verður gerð til að kortleggja unglingamál nútímans. Fjallað verður um tungumál samfélagsmiðla og hvernig tungumál og samfélagsmiðlar spila saman. Enn fremur verður menning ungmenna skoðuð í samhengi við tungumál ungmenna og samfélagsmiðla. Markmið áfangans er að nemendur öðlist færni í að fjalla um eigið tungumál af þekkingu og skilningi og öðlist aukið sjálfstraust í eigin málnotkun og menningu.
Nokkur lykilhugtök áfangans: Málrannsóknir, málvísindi, unglingamál, ungmennamenning, tungumál, samfélagsmiðlar, íslenska.
Námsmat: Námsmat er fjölbreytt og byggir á þátttöku nemenda. Engin próf eru í áfanganum. Nemendur taka viðtöl og framkvæma litla málrannsókn.