ÍSLE3CJ05 - Smásögur og örsögur

Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er þessi bókmenntagrein skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er yfir upphaf og sögu smásagna og örsagna, bæði erlendis og á Íslandi og sögur lesnar frá ýmsum tímabilum. Nemendur skoða smá- og örsögur sem sérstaka bókmenntagrein í samanburði við aðrar greinar. Nemendur prófa líka að skrifa smá- og örsögur og jafnvel þýða ef tími vinnst til. Lesnar eru valdar sögur og einnig hafa nemendur nokkurt val um lesturinn. Lögð er áhersla á virkni nemenda og fjölbreytta verkefnavinnu.

Námsmat:

Áfanginn er próflaus en fjölbreytt verkefni verða unnin á önninni, bæði munnleg og skrifleg.