LÍFS1BB01 - Lífsleikni útskriftarefna

Staða áfanga:

Áfanginn LÍFS1BB01 er kjarnaáfangi sem ætlast er til að nemendur taki á lokaönn.

Kennsla:

Áfanginn er kenndur á haustönn og vorönn, einu sinni í viku.

Stutt lýsing á áfanganum:

Umfjöllunarefni taka mið af hinu almenna hlutverki framhaldsskóla að búa nemendur undir virka þátttöku í íslensku samfélagi, svo sem sjá má á eftirfarandi tilvitnun í námskrá:

Við lok náms í framhaldsskóla skal stefnt að því að nemendur :

  • hafi fengið alhliða menntun sem er við hæfi hvers og eins
  • séu undir það búnir að fara í áframhaldandi nám og starf í þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun
  • geri sér ljóst að menntun er ævistarf
  • hafi fengið góða þekkingu á íslensku samfélagi
  • kunni skil á réttindum og skyldum einstaklings í lýðræðislegu samfélagi
  • hafi tamið sér sjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum, ábyrgð á eigin námi, öðlast sjálfstraust og lært að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • hafi ræktað með sér gagnrýna hugsun, dómgreind og umburðarlyndi
  • séu færir um að tjá skoðanir sínar, taka ákvarðanir og séu óhræddir við breytingar í námi og starfi.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Menntun, samfélag, sjálfstæð hugsun og vinnubrögð, umburðarlyndi, námsval, framtíð

Námsmat:

Skylduverkefni. Mætingarskylda er í áfanganum og skilaskylda á verkefnum. Einkunnir eru S=staðist eða F=fallið.

Námsefni:

Gögn sem kennari dreifir og heimasíða skólans.