LÍKA2BZ01 - Sund

Staða áfanga:

Áfanginn er valáfangi í kjarna á öllum brautum.

Stutt lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er farið í æfingar og drillur til að auka sundfærni í helstu sundtegundum; bringsundi, skriðsundi, baksundi og flugsundi. Notuð eru ýmis hjálpargögn eins og sundflár, blöðkur og spaðar. Einnig er unnið með þolæfingar í lengri vegalengdum. Farið er í helstu skyndihjálparatriði sem upp geta komið í sundlaug (köfun, björgunarsund, lífgunaraðferðir).

Nokkur lykilhugtök áfangans:

 

Námsmat:

  1. Mæting gildir 70%
  2. Ástundun og kennaraeinkunn 30%.

Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum námsmatsþáttunum til að standast áfangann.

Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, vinnu og virkni í tímum og hvort nemendur hafa lagt sig fram um að bæta form sitt og líkamsástand.

Einingar: 1