Staða áfanga:
Áfanginn er valáfangi í kjarna á öllum brautum.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er eingöngu verklegur og miðar að því að bæta líkamlega og andlega heilsu nemenda. Einnig er leitast við að upplýsa og benda nemendum á leiðir hvernig hægt er að nota mismunandi aðstöðu og aðferðir til betri heilsu. Í einhverjum tilfellum gætu nemendur þurft að greiða fyrir þjónustu sem við fáum frá öðrum leiðbeinendum.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Hreyfing, þol, styrkur, liðleiki, samvinna, fjölbreytni.
Námsmat:
- Mæting gildir 70%
- Ástundun og kennaraeinkunn 30%
Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, vinnu og virkni í tímum
og hvort nemendur hafa lagt sig fram um að bæta form sitt og líkamsástand.