SÁLF2AA05 - Almenn sálfræði

Stutt lýsing á áfanganum

Kynning á sálfræði sem fræðigrein. Áhersla lögð á að nemendur læri um ólík sjónarmið sálfræðinnar, meðal annars líffræðilega sálfræði, hugræna sálfræði og námssálfræði. Fjallað er um ýmis viðfangsefni innan sálfræðinnar eins og minni og mótun hegðunar, heilann og geðraskanir. Einnig eru helstu rannsóknaraðferðir kynntar.

Nokkur lykilhugtök áfangans

Líffræðileg sálfræði, geðraskanir, geðklofi, sálgreining, hugræn sálfræði, minni, skammtímaminni, langtímaminni, aðferðarminni, námssálfræði, atferlismótun, viðbragðsskilyrðing, virk skilyrðing, mannúðarsálfræði, tilraun, frumbreyta, fylgibreyta, samsláttarbreyta.

Námsmat

Tilraunarskýrsla, rannsóknarverkefni, tímaverkefni, tímapróf og lokapróf.