Stutt lýsing á áfanganum:
Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar. Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku og alþjóðlegu efnahagslífi. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér gagnrýna hugsun um efnahagsmál og átti sig á tengslum efnahagsaðgerða stjórnvalda og einkaaðila við siðferðileg álitamál og réttlæti.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Efnahagsmál, framboð, eftirspurn, hagstjórn, peningamál, verðbólga, atvinnuleysi, landsframleiðsla, markaðsaðstæður.
Námsmat:
Verkefni og lokapróf.