Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti "Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og einnig allra hópa sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd. Við munum öll hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til þess að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er". Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti undirritaður af samstarfsaðilum Sýndu í verki að þú sért á móti einelti og skrifaðu undir þjóðarsáttmálann Í Menntaskólanum við Hamrahlíð er einelti ekki liðið. Ef grunur vaknar um einelti meðal nemenda eða starfsmanna skal strax tekið á málum. Hér má lesa hver er stefna og viðbragðsáætlun MH gegn einelti Stefna og viðbragsáætlun MH gegn einelti