Lopapeysudagurinn var mjög sýnilegur á stjórnendafundi
Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu og verður ýmislegt í gangi í MH í dag. Lopapeysa flestra MH-inga fékk að koma með í skólann í dag og er gaman að sjá hversu margar útfærslur eru til af þessari íslensku peysu. Í hádeginu verða tónleikar á sal þar sem kór Menntaskólans við Hamrahlíð, Hreiðar Ingi Þorsteinsson kórstjóri og Jónas Hallgrímsson munu leiða saman hesta sína. Í kvöld verða svo tónleikar þar sem kórinn okkar og kór Menntaskólans að Laugarvatni munu skemmta okkur með fallegum söng. Tónleikarnir byrja kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. Til hamingju með daginn.