Kennsla næstu tvær vikur verður áfram með sama fyrirkomulagi og hefur verið þ.e. stafræn kennsla. Núverandi sóttvarnarreglur útiloka að hægt sé að taka á móti nemendum eins og við vorum að vona, þar sem blöndun milli hópa er ekki í samræmi við sóttvarnarreglur. Það þýðir að nemendur mega ekki hitta tvo mismunandi hópa innan hvers dags eða milli daga. Áfram verður samt hægt að taka á móti smærri hópum þar sem engin blöndun á sér stað, t.d. í IB þar sem er bekkjarkerfi og nemendur eru alltaf með sama hópnum.
Einnig hefur verið ákveðið að lokapróf í desember verði rafræn og ekki í húsi, að undanskildum prófum í IB sem fara fram innan veggja MH. Þessi ákvörðun er tekin í samræmi við sóttvarnarreglur.
Sjá nánar í bréfi sem sent var á alla nemendur í dag.
Prófstjóri og náms- og starfsráðgjafar munu senda út leiðbeiningar varðandi lokaprófin og umgjörð þeirra.