Úrslitakeppnin í Almennu landskeppninni í efnafræði fór fram fyrir páska og áttu nokkrir MH-ingar pláss þar og stóðu sig allir mjög vel. Sérstaklega má geta þess að Embla Nótt Pétursdóttir lenti í fyrsta sæti og Iðunn Björg Arnaldsdóttir í því þriðja. Fjórum stigahæstu keppendum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu í efnafræði 2022. Þeir sem þiggja sæti munu taka þátt í 5. Norrænu efnafræðikeppninni sem verður haldin í Reykjavík dagana 4.-8. júlí og 54. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni sem verður haldin gegnum netið frá Kína, dagana 10.-20. júlí.
Innilega til hamingju með árangurinn öll sem tókuð þátt.